Kápan á báðum öxlum?

Þetta er athyglisvert.  Hvort vill Össur að við göngum í ESB eða gerum sjálf viðskiptasamninga við önnur ríki? Þetta tvennt fer ekki saman.  Sem ESB aðildaríki ættum við þess ekki kost að semja við önnur ríki upp a okkar einsdæmi.  Evrópska stórríkið sér um alla samninga milli aðildarríkjanna (les ESB) og annarra ríkja.

Værum við í ESB, væri Össur ekki á þessu heimshornaflakki til að afla viðskiptatengsla.  Er Össuri ókunnugt um þetta?

Þessi pardox í hegðun ráðherrans er í meira lagi einkennilegur.  Óheiðarleiki og tvískinnungur eru hugtök sem óneitanlega koma upp í hugann.  Ekki skrítið.  Össur er jú í Samfylkingunni.


mbl.is Kína markaður fyrir fisk og ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftskip

Hugtakið "loftfar" er regnhlífarhugtak yfir öll flugtól.  Flugvél er loftfar.  Loftfarið í þessari frétt er hinsvegar loftskip.
mbl.is Loftfar tekur þátt í hreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór samt.

Samkvæmt fyrirsögninni "lést áður hann fór fyrir dóm" fór hann samt fyrir dóminn, bara látinnLoL
mbl.is Lést áður en hann fór fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi?

Aumingja Össur virðist endanlega vera búinn að missa jarðsambandið í Europhiliu sinni.  Íslenzk stjórnvöld og eftirlitsaðilar hefðu verið alveg jafn máttlaus þó við hefðum verið í þessu ólánssambandi.  Össur hefur væntanlega ekki heyrt neitt um Grikkland og Írland.  Hann og lánlausa ríkisstjórnin eiga að taka pokann sinn.

Þessi veruleikafirrta stjórnarómynd er löngu komin úr takti við þjóðina, raunar var hún aldrei í takti við hana.  Sitji hún lengur, veldur hún aðeins óbætanlegum skaða.

Aðildarumsóknina ber að draga til baka strax.  Ég yrði ekki hissa, þó Bretar yrðu í sömu aðstöðu og við innan tíðar, þ.e. í EES en utan ESB.  Bretum líkar ekki að láta aðra segja sér fyrir verkum, fremur en sjálfstæðum, hugrökkum og ábyrgum Íslandingum.

Sjálfstæðir, hugrakkir og ábyrgir Íslendingar finnast þó ekki í Samfylkingunni.  Þar ræður hjarðhugsunin ríkjum og Samfylkingarfólk þráir það eitt að komast í skjól forsjárhyggju og kerfisforræðis.


mbl.is Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttmætt mat.

Hugsanlega vilja menn fílósófera út og suður um orð Þórs Saari.

Þess þarf þó ekki.  Þarna hittir hann naglann á höfuðið.  Málið er ekkert flóknara.


mbl.is Taka stöðu gegn almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsluáróður

Auðvitað geysist hin umboðslausa málpípa Samfylkingarinnar í formi viðskiptaráðherra fram og boðar harðindi og hörmungar í kjölfar dóms hæstaréttar.  Umboðslausi ráðherann virðist gleyma því, að hæstiréttur er æðsta dómsvald þjóðarinnar.  Hann virðist einnig gleyma því, að nýju bankarnir fengu öll lán gömlu bankanna með verulegum afföllum.

Það er stefna Samfylkingarinnar, að lántakendur eigi einir að bera skaðann og standa að endurreisn bankanna.  Jóhanna Sig. hefur þegar lýst því yfir.  Lánveitendur eru stikk frí.  Það er vegna þess, að aumingjaríkisstjórn Jóhönnu Sig. ræður ekki við þá.  Hún telur sig hins vegar hafa í fullu tré við skuldsettan almenning og nýtir þann möguleika út í æsar.  Einungis fátæklingar kjósa Jóhönnu Sigurðardóttur til þingsetu.  Þessvegna er það mikilvægt fyrir pólitíska tilvist Jóhönnu Sig., að sem sem flestir íslenzkra kjósenda séu undir fátæktarmörkum.  Þess vegna er það markmið hennar að svo sé. 

Með aðstoð vinstrigrænna geðluðra og álíka geðlausrar umboðslausrar málpípu gerir hún allt sem hún getur til að ná því markmiði sínu.

Umboðslausi, leiðitami og undirgefni viðskiptaráðherrann, sem fyrir löngu hefur glatað sínum akademíska trúverðugleika hótar nú þjóðinni að hörmungar skuli yfir hana ganga vegna þessa dóms æðsta dómstóls þjóðarinnar.  Hvað er þessi umboðslausa málpípa Jóhönnu Sig. að gefa í skyn?  Hann verður að sætta sig við þennan dóm.  Punktum, basta.

Menn hlíta dómi hæstaréttar.  Hin ráðlausa ríkisstjórn Jóhönnu Sig. getur engu breytt þar um.  Hún getur ekki sett afturvirk lög.


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefnifallssýki?

Rétt er að segja "flugvélar er saknað".  Eignarfall.  Ekki myndu menn segja að "maður væri saknað".


mbl.is Flugvélar er saknað í Kamerún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Vesalings umboðlausa vinstrigræna geðluðran.  Þvílík veruleikafirring.  Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað þessum brjóstumkennanlega væskli finnst, eða hvað hentar honum að halda og bera á borð fyrir þjóðina.

HONUM FINNST ekkert samand vera milli óheillaumsóknar Samfylkingarinnnar, sem hann í sínum vesældómi studdi og ICESAVE skuldaklafans.  Málið snýst ekki um hvað þessari geðluðru finnst.  Málið snýst um þann veruleika sem við stöndum frammi fyrir.  ESB langar í okkur.  Samfylkingin með vinstrigræna í togi vill borga aleigu okkar með okkur svo landráðin megi takast.  Auðvitað ætlar ESB sér að þvinga okkur til hlýðni, hvað sem geðluðran Steingrímur Jóhann Sigfússon kýs að bera á borð fyrir okkur.  Aldrei í okkar sögu hefur jafn spilltur og veruleikafirrtur einstaklingur setið á ráðherrastóli í ríkisstjórn þessa lands.  Þetta er aumasti ráðherra sem Ísland hefur nokkurn tímann alið.

Um núverandi forsætisráðherra gegnir hinsvegar öðru máli.  Hún er einungis lélegur brandari, á pari við Ástþór Magnússon og Jón Gnarr. 

STEINGRÍMI FANNST HELDUR EKKI vera neitt samband milli afgreiðslu lánafyrirgreiðslu AGS og ICESAVE.  Annað kom  í ljós.

Steingrimur Jóhann Sigfússon blekkti þjóðina þar eins og endranær.  Þessi lánlausi, bráðum fyrrverandi stjórnmálamaður ætti að skynja sinn vitjunartíma og yfirgefa stjórnmálavettvanginn.  Hann var svo sem ágætur galgopi og gapuxi i í stórnaranstöðu, sem gat gasprað án þess að þurfa að taka ábyrgð á orðum sínum og sem enginn tók í rauninni mark á, því málflutningur hans er gegnumsneytt ekki marktækur.  En, svo merkilegt sem það kann nú að virðast, þá þurfum raunar svona trúða eins og Steingrím Jóhann, sem nokkurskonar "devil's advocate".

Í stjórn þurfa menn hinsvegar að skilja að orðum og gerðum fylgir ábyrgð.  Þetta skilur Steingrímur Jóhann ekki, enda hefur hann nánast enga reynslu af setu í ríkisstjórn.  Hann hefur einna mesta reynslu allra Íslendinga í að sitja í stjórnarandstöðu.

Steingrímur Jóhann kann að líta svo á, að ESB umsóknin og ICESAVE séu aðskilin mál.  ESB virðist hinsvegar vera á annarri skoðun.  Það vita reyndar allir sem hafa meðalgreind og þar yfir.

Geðluðran Steingrímur Jóhann segist líka vera andsnúinn inngöngu í ESB.  Hvers vegna studdi hann þá aðildarumsókn Samspillingarinnar?  Svarið er einfalt.  Ráðherrastóllin er svo þægilegur.  Siðblindur og heimskur fjármálaráðherra fórnar hagsmunum þjóðarinnar og saklauss fólks vegna setu í ráðherrastóli.

Haft var á orði, að dýralæknir hefði ekkert að gera í stöðu fjármálaráðherra.  Þessu var haldið á lofti af núverandi valdhöfum fyrir kosningar.  Er jarðfræðistúdent eitthvað hæfari?


mbl.is Ótengt Icesave-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynferðislegt hvað?

Það er oft spaugilegt, en oftar vandræðalegt þegar blaðamenn kunna ekki sitt eigið móðurmál.  Þess frétt er eitt af fjölmörgum dæmum um slíkt.

Það sem fréttamaður á væntanlega við hér, er "kynferðisleg áreitni" (sexual harassment).  Flest getum við verið sammála um að það sé slæmt.  Hverskonar áreitni (harassment) er það alla jafna.

"Kynferðislegt áreiti" (sexual stimulus) er hinsvegar allt annað og í flestum tilvikum afskaplega ánægjulegt fyrir þá sem það upplifa.

Hugtakið áreitni hefur neikvæða gildishleðslu.  Hugtakið áreiti er hinsvegar hlutlaust og vísar einungis til örvunar.

Góðir fréttamenn, það er almennt betra að vita um hvað maður er að skrifa.


mbl.is Kynferðislegt áreiti á Al-Jazeera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæpin afsökun

Skipið var á alþjóðlegu hafsvæði.  Ísraelsmenn höfðu ekkert leyfi til að ráðast um borð, frekar en sjóræningjar.

Áhöfnin var hinsvegar í fullum rétti með að verja skip fyrir árás ofbeldisfullra lögbrjóta.


mbl.is Netanyahu: Höfðu lífið að verja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 561

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband