30.5.2010 | 11:16
20.666 örvitar
Að minnsta kosti 20.666 Reykvíkingar eru annaðhvort alvarlega greindarskertir eða fullkomlega ábyrgðarlausir. Helst kemur mér í hug a uppistaðan í fylgi trúðanna séu krakkar, nýkomnir með kosningarétt, sem skortir þroska til að skilja þá ábyrgð sem kosningaréttur leggur mönnum á herðar. Einhver hluti þessara rúmu tuttugu þúsunda er svo væntanlega töluvert undir meðalgreind.
Þessir einstaklingar virðast ekki hafa tekið eftir því, að Jón Gnarr kom undantekningarlaust fram sem fífl í öllum viðtölum. Skildi ekkert sem við hann var sagt, gat engu svarað og var bara fáfræðin uppmáluð. Hann hefur trúlega verið í trúðshlutverkinu frá því í æsku.
Sé sá greindarskortur sem komið hefur í ljós meðal Reykvíkinga smitandi, einhverskonar vírus eða baktería sem ræðst á- og veldur skemmdum á framheila og leggst á landsmenn almennt, er næsta víst að Ástþór Magnússon verður næsti forseti lýðveldisins.
Besti flokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
28.5.2010 | 23:28
Sjálfsofmat
VG útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2010 | 12:31
Hvar hefur maðurinn verið?
Hefur Skúli verið á annarri plánetu frá því fyrir hrun? Þingmenn spilltasta stjórnmálaflokks allra tíma virðast ekke geta sagt eitt satt orð. Ekki má gleyma því að fyrir örfáum dögum ætlaði forysta samfylkingarinnar að sópa styrkjamálum Steinunnar undir teppið á þeirri forsendu að styrkjadrottningin hefði fengið styrkina á öðru tímabili en til umfjöllunar var. Steinunn skildi það hins vegar loksins sjálf að henni var ekki lengur til þingsetunnar boðið.
Auðvitað var hún ekki fyrst stjórnmálamanna til að taka pokann sinn eftir hrunið. Árni Mathiesen, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún gáfu ekki kkost á sér í kosningunum á eftir, heldur drógu sig í hlé. Það jafngildir afsögn þeirra. Þá hafa Björgvin G. Sigurðsson og Þorgerður Katrín sagt af sér þingmennsku, að vísu tímabundið.
Það er ánægjulegt að Skúli Helgason skulio vera kominn aftur til Jarðainnar. Það er þó óþarfi að taka Steinunni Valdísi í dýrðlingatölu. Hún hékk á þingsætinu eins og hundur á roði, þangað til hún sá það sem flestir aðrir voru búnir að sjá, það er að hún var rúin öllu trausti.
Hvernig getur svo spilltasti flokkur landsins gengið á undan með góðu fordæmi?
Segir Steinunni marka spor í sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 17:57
Já, næsti.
Jæja Guðlaugur minn Þór. Þú hlýtur að sjá að við hæfi er að þú segir af þér. Rétt eins og Steinunn Valdís, nýtur þú ekki trausts stórs hluta kjósenda þíns flokks. Þaulseta þín skaðar Sjálfstæðisflokkinn og minnkar möguleika hans í næstu kosningum.
Þú getur ekki setið lengur. Gerðu nú þjóðinni þann greiða að setja þína hagsmuni ekki ofar hagsmunum þjóðarinnar og flokksins. Þjóðin þarf á kröftum Sjálfstæðisflokksins að halda til að hreinsa upp eftir vinstri hryllinginn. Það getur flokkurinn ekki, séu þar menn innanborðs sem með setu sinni rýra trúverðugleika hans og flokksforystunnar.
Þetta ætti flokksforystan líka að hafa í huga.
Steinunn Valdís segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2010 | 18:38
Auðvitað:)
Enn beðið eftir Sigurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2010 | 16:34
Fáfróð samfylkingarkona
Þó börn komi saman og geri sér glaðan dag með fjölskyldum sínum, er þetta ekki dagur barnanna sem slíkur. Þetta er þjóðhátíðardagur Íslendinga, takn sjálfstæðis þjóðarinnar. Þetta ætti samfylkingarkonan að vita, þó fáfróð sé. Rétt er að benda á, að ÍTR hefur málfrelsi eins og allir aðrir, þó henni líki það ekki.
Forverar samfylkingar hafa alla tíð verið á móti sjálfstæði Íslands, enda skorti þá alltaf það þor og þá ábyrgð sem sjálfstæði leggur hverjum og einum á herðar.
Samspillingin er best geymd í fjósum á Jótlandsheiðum, enda lögðust forverar hennar eindregið gegn sambandsslitum okkar við Dani og þar með gegn sjálfstæði Íslands.
Varpi ekki skugga á 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.5.2010 | 00:43
Þetta er fínt
það skyldi þó aldrei fara svo að sjálft ESB, sem þráir ekkert heitar en að gleypa okkur með húð og hári ásamt og með öllum okkar auðlindum, hafi vit fyrir lánlausri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hafni umsókninni. ESB veit sem er, komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands, kæmi ESB til með að tapa því máli. ESB telur sambandið hagnast á inngöngu Íslands. Að sjálfsögðu. Þar með fær bandalagið algjör yfirráð yfir fengsælustu fiskimiðum norður-Atlantshafs sem og yfir orkuaðulindum landsins. ESB lítur á það sem tap sambandsins, ef eitthvað það gerist, sem hindrar yfirtöku þess á auðlindum okkar, það er neikvæð úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samt leikur sambandið þann leik að hóta fáfróðum forsætisráðherra og einkennilegum utanríkisráðherra undir rós vinaslitum og útskúfun ef ekki verður fallist á að greiða Icesave reikninginn, sem við eigum að sjálfsögðu ekki að greiða. Í fávisku sinni, úrræðaleysi og ESB-dýrkun trúa þessir einfeldningar hótunum óprúttinna embættismanna sambandsins. Aldrei hefur það gerst áður, að stjórnvöld nokkurs lands hafi lagst á hnén frammi fyrir sambandinu og verið tilbúinn til að borga ríflega með sér til að fá skrifborðshorn í Brussel. Þetta skynjar sambandið vel og nýtur þess í siðleysi sínu að sjá fyrrum frjálsa og stolta þjóð beygja sig í duftið.
Landinu er því miður stjórnað af gömlum, hræddum kerlingum af báðum kynjum. Hefði þessi söfnuður verið við völd á síðustu öld, væri breski togaraflotinn enn að veiðum á Faxaflóa, Breiðafirði og á Skjálfandaflóa.
Lánlausa ríkisstjórnin virðist ekkert skilja og engin úrræði hafa. Hún lagði allt sitt traust á að geta hlaupið í örugga höfn Evrópusambandsins. Það ver vegna þaess, að frá fyrsta degi var hún fullkomlega úrræðalaus.
Umsókn Íslands í ESB ber að draga til baka án tafar. Íslenska þjóðin sótti aldrei um slík vistarbönd.
ESB efast um umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2010 | 17:15
Kemur ekki á óvart
Ákvörðun Hæstaréttar kemur ekki á óvart. Það tíðkast almennt ekki að meintir sakamenn ráði því hvort þeir eru handteknir eða ekki. Sigurði hefur tekist að stimpla sig sem misyndismann og gungu með því að neita að mæta til yfirheyrslu á Íslandi. Heldur hann að hans bíði fallöxi? Þetta er hans val, en hann kemst ekki upp með það til lengdar. Það má láta fleiri standa reikningsskil gjörða sinna. Til dæmis Jón Ásgeir Jóhannesson. Samfylkingin virðist þó hafa einkennilega lítinn áhuga á því.
Fangelsun er þó ekkert gamanmál. Varast verður nornaveiðar. Einkar óheppileg voru þau ummæli Steingríms J. Sigfússonar á dögunum, að handtökurnar hefðu góð áhrif á almenning. Einmitt það. Líkt og þegar rómverzk alþýða öskraði af kæti, þegar sakamönnum og öðrum var varpað fyrir ljónin í Colisseum.
Hvað átti Steingrímur við, þegar hann nefndi almenning? Var hann að vísa til skynsamra og yfirvegaðra Íslendinga eða átti hann við vinstrigræna skrílinn sem, með núverandi heilbrigðisráðherfu í fararbroddi stóð fyrir því að grýta Alþingishúsið og Lögregluna í pottabyltingunni?
Máli Sigurðar vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2010 | 03:22
Íslenzk heimska
Um helmingur Íslendinga er undir meðalgreind. Miðað við þessa könnun virðist meirihluti Reykvíkinga falla í þann flokk.
Þó menn séu óánægðir, þurfa þeir ekki að vera óábyrgir né haga sér heimskulega.
Þó ekki sé um auðugan garð að gresja í stjórnmálaflokkaflórunni, er óþarfi að sóa atkvæði sínu í að kjósa trúða til ábyrgðarstarfa.
Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.5.2010 | 16:56
Er þetta eitthvað nýtt?
Gossprunga sem í þessa stefnu, á þessum stað? Ja hérna. Þetta skyldi þó ekki vera hluiti sprungunnar, sem liggur þvert í gegnum Ísland í þessa sömu og sem ég lærði í menntó að héti "Atlantshafshryggurinn" (Atlantic Ridge).
Þessi "sprunga" er búin að vera til í milljónir ára og Ísland situr ofan á henn á tveimur meginlandsflekum sem færast í sundur. Ekkert nýtt til að vera hræddur við, nema maður vilji endilega vera hræddur við eitthvað. Við höfum alla tíð búið á þessum hrygg, sem fyrir ármilljónum skaut kollinum uppúr Atlantshafinu. Þetta er hryggurinn sem breikkar Atlantshafið um örfáa sentimetra á ári.
Sprunga undir Eyjafjallajökli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 561
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar