Miklir menn erum við, Hrólfur minn

Auðvitað veit Árni Páll vel að rödd Íslands myndi aldrei heyrast innan ESB.  Og ef svo ólíklega vildi til að enhver heyrði hana, tæki ekki nokkur maður mark á henni.´ Íslenzkir hagsmunir skipta nákvæmlega engu máli í samkundu 500 milljóna annarra.  Jafnvel  Árni Páll getur ekki verið svona fáfróður.  Það sem hann er að reyna, er halda þinginu í gíslingu og kemst greinilega upp með það, vegna meðvirkni ríkisstjórnarinnar.  Það er raunar ekki mjög áberandi að ríkisstjórnin sé við völd, því miður.  Árni Páll kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Honum koma meint kosningaloforð hans einfaldlega ekkert við, fremur en öðrum sem ekki kusu þann flokk.  Þráhyggja og örvænting samfylkingar og áhangenda hennar er aumkunarverð.

Stjórnvöld eiga að hysja upp um sig buxurnar.  Það er ríkisstjórnin sem er við völd, ekki stjórnarandstaðan.  Það er búið að taka nóg tillit til sígjammandi vinstrimanna innan þins sem utan.  Stjórnarandstaðan lítur á slíka tillitssemi sem veikleikamerki stjórnarinnar og hefur þar kannski nokkuð til síns máls.  Það á að hætta að hlusta á hana, leggja tillöguna fyrir þingið sem örugglega samþykkir hana og slíta svo viðræðunum formlega.  Málið dautt og úr sögunni.

Þá er hægt að snúa sér að málum sem eru mikilvægari fyrir land og þjóð.  Af nógu er þar að taka.


mbl.is „Ég mun aldrei styðja það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Kristján, get ekki verið meira sammála. Fer úr jafnvægi þegar Bjarni byrjar í viðtölum að lýsa yfir undrun sinni hve mótmælin eru mikil.

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2014 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband