9.7.2012 | 17:25
Virkaði eftirlitið???
Vitnað er til niðurlags fréttarinnar: "Þá segir að í ljósi alvarleika málsins muni Isavia yfirfara öryggiseftirlit með starfssemi á svæðinu, þrátt fyrir að öryggiskerfið hafi virkað í þessu tilviki"
Hvílík vitleysa. Öryggikerfi yfuirvalda virkaði EKKI. Það var áhöfnin, starfsmenn flugrekanda sem varð mannanna vör, eftir að öryggiskerfi flugmála- og löggæzluyfirvalda hafði brugðist gjörsamlega. Síðasti mögulegi hlekkurinn í öryggiskeðjunni, sem er verklag Icelandair, hélt eftir að allir hlekkir hennar sem eru á ábyrgð yfirvalda höfðu brugðist. Þvílít yfirklór!
Hælisleitendurnir vel skipulagðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SAmmála þar sem ISAVIA klúðraði sínu máli... ICELANDAIR fær hinsvegar prik fyrir gott eftirlit og verklag...
Má til með að koma því að að það er ISAVIA en ekki löggæsla sem fer með gæsluhlutverk á verndarsvæðinu. Þeir eru því bara öryggisverðir en ekki lögregla þó þeir telji sig yfir aðra hafna oft á tíðum...
kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 9.7.2012 kl. 18:13
I stand corrected.
Takk fyrir ábendinguna Ólafur. Það er athyglisvert, að einkafyrirtæki í samgöngum tryggi svokallaða flugvernd betur en yfirvöld, sem til þess ættu að vera bær (ISAVIA).
Kristján Þorgeir Magnússon, 9.7.2012 kl. 18:55
Já það verður að segjast að þetta er frekar furðuleg fullyrðing hjá ISAVIA að öryggiseftirlitið hafi virkað sem skyldi. Það er nokkuð augljóst að það gerði það ekki hvort sem þeir klifruðu yfir girðingu eða hvernig þeir komust inn. En þetta er mjög alvarlegt mál að þeir hafi komist inn á svæðið, hvað þá að komast inn í vél??
Annað áhugavert er, að á sama tíma og þetta gerist, er Keflavíkurflugvöllur eini flugvöllurinn í Evrópu þar sem allir farþegar þurfa enn að fara úr skónum við öryggisleit og málmleitarhliðin stillt talsvert viðkvæmari en á nokkrum öðrum flugvelli sem ég hef farið í gegnum og hef ég farið mjög víða. Vegna þess m.a. og hinna þungabrúnu tollara sem bíða manns við komu til landsins og telja sig yfir aðra hafna oft á tíðum finnst mér Keflavíkurflugvöllur einn sá leiðinlegasti að fara í gegnum í Evrópu.
Davíð (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 19:59
Ég hef ekkert á móti öryggisgæslu og velti því fyrir mér, hvers vegna þessir menn voru fluttir til Reykjavíkur en ekki settir strax aftur um borð í skipið sem þeir komu með?
Hrólfur Þ Hraundal, 9.7.2012 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.