Einkennileg forgangsröðun

Þetta er athyglisvert.  Lanhelgisgæzlan er í slíkum fjárhagskröggum, að hún getur ekki sinnt eftirlits- né björgunarhlutverki sínu.  Hún hefur ekki efni á að manna flugvélakost sinn.  Sjómenn búa við skerta öryggisþjónustu af þeim sökum.  Það þurfti að leigja Ægi og Sif til eftirlitsstarfa í útlöndum, svo ekki þyrfti að loka sjoppunni!

Svo nota menn þetta rándýra tæki í lögguleik og hraðamælingar með enhverri sveitalöggu norður i landi.


mbl.is Fylgst með umferð í Húnavatnssýslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að þyrlan sé ekki látin í þetta verkefni án endurgjalds

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2010 kl. 18:45

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Kann að vera.  En er það ekki hið opinbera sem greiðir fyrir þjónustuna?  Hver annar?  Varla er þetta greitt með samskotum Blönduósslöggunnar.  Hið opinbera virðist þó ekki geta fjármagnað grunnþarfir Gæzlunnar.

Kristján Þorgeir Magnússon, 15.7.2010 kl. 19:36

3 identicon

Það er náttúrulega ótækt að sólunda fé gæslunar í "einhverja sveitalöggu norður í landi".

Sveitalöggan (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 20:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi "sveitalögga" norður í landi skilar afgangi í ríkiskassann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2010 kl. 20:52

5 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Skilar afgangi í ríkiskassann?  Þessi sveitalögga norður í landi hefur um árabil verið heltekin af ómerkilegum hraðasektum, vegna þess að hún ræður ekki við neitt merkilegra.  Lanhelgisgæzlan hefur merkilegri hlutverkum að sinna.

Kristján Þorgeir Magnússon, 15.7.2010 kl. 21:09

6 identicon

Já, það er rétt, þeir standa sig vel drengirnir á Blönduós, það fer ekki milli mála, það sér það fólk sem ekur þjóðveg 1 reglulega, þarna er hóflegur hraði.

Vissulega er það rétt að þeir skila góðum árangri fyrir rikiskassan, helst með því forvarnarstafi sem þeir sinna. Svo má nú líka benda á að þeir hafa verið duglegir við að nappa dópsala úr 101.

Kv.

Sveitalöggan (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 22:02

7 identicon

Alltaf kemur sama röflið þegar fréttir koma af samstarfi löggunnar og LHG

Flugmenn gæslunnar þurfa að fljúga ákveðið marga tíma á mánuði og þetta umferðareftirlit er bara hluti af þeim tímum.

Hvort er betra að þeir séu að fljúga bara til að fljúga eða halda uppi umferðareftirliti og auka umferðaröryggi?

Óskar (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:20

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er sko ekki bara einhver sveitalögga. Blönduóslöggan er lögga allra lögga, "The" Lögga og hefur verið duglega að innheimta fyrir ríkissjóð. Það kemur okkur öllum til góða, líka Kristjáni nokkrum Þorgeirssyni velsem greinilega hefur verið nappaður af Blönduóslöggunni oftar en einu sinni miðað við beiskufull orðin.

Guðmundur St Ragnarsson, 16.7.2010 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband