12.4.2010 | 18:28
Staða Þorgeirðar Katrínar
Þorgeirður Katrín ætti líka að víkja. Margir Sjálfstæðismenn og ég þeirra á meðal, ráku upp stór augu, þegar hún sat hjá í atkvæðagreiðslu á alþingi um ESB umsóknina. Vissulega ber þingmönnum raunar að fylgja sinni sannfæringu við slíkar atkvæðagreiðslur. Varaformaður sem hefur aðra sannfæringu og önnur sjónarmið en yfirgnæfandi meirihluti flokksmanna getur hinsvegar ekki verið í formanns- né varaformannsembætti. Þessir aðilar verða að starfa í samræmi við það umboð sem þeir fá frá flokkssystkinum sínum. Það gerði Þorgerður Katrín ekki í nefndri atkvæðagreiðslu. Það var hennar réttur og skylda að fylgja sannfæringu sinni. Stefna flokksins í Evrópumálum er skýr. Treysti Þorgerður Katrín sér ekki til að fylgja henni, getur hún ekki verið í hlutverki varaformanns flokksins. Henni bar því að segja af sér í kjölfar hegðunar sinnar við atkvæðagreiðsluna. Stjórnmál eru alvörumál. Ekki saumaklúbbur
Uppnám vegna orða um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til sanns vegar má færa að þú sért ekki í hópi þeirra, sem æskilegir teljast til endurreisnar þjóðarskútunnar, hvað þá að geta talist unnið hræi hennar gagn.
Þau sjónarmið, sem fram koma í þessari færslu "symbólisera" viðbjóð þann, sem orðið hefur þjóðinni að aldurtila, í yfirfærðri merkingu meint.
Þjónkun, yfirlýstur undirlægjuháttur og aumingjaskapur. Allt við fáránlega flokkslínu lokunar og drumbsskapar.
Lygi á lygi ofan þar sem enginn er sjálfum sér samkvæmur.
Gleymdu þér !
Dolli dropi, 12.4.2010 kl. 19:14
Já alveg rétt þetta spillingarpakk sem kom að þessum málum á ALLT AÐ VÍKJA AF ALÞINGI ENGINN UNDANSKILINN. Það vantaði ekki talsmátann á Þorgerði á Alþingi eins og hún væri bara með allt sitt á hreinu, en hvað kom svo í ljós nú bara burtu með þetta fólk strax af Alþingi nú almenningur hefur nú verið rekinn fyrir smá yfirsjón úr vinnu en það virðist vera eitthvað annað með spillingarpakkið skrítið? Ennfremur ætti Bjarni Ben að segja af sér þingmennsku því eg veit ekki betur en að honum og hans slekti hafi verið hampað af bönkunum. En réttlæti strax burtu með þetta spillingarpakk af Alþingi okkar Íslendinga fyrr fær Íslenska Þjóðin ekki virðingu utanlands því þetta má ekki halda áfram á Alþingi lengur bölvað spillingarpakkið!
Örninn
Örn Ingólfsson, 12.4.2010 kl. 19:15
Þorgerður ætti að fara ? Er nokkurt val ?
Lánastaða þorgerðar hjábönkunum................. Þorgerður K. Gunnarsdóttir 1.683 milljónir
hilmar jónsson, 12.4.2010 kl. 19:18
Þakka þér fyrir athyglisvert inlegg Dolli. Ég verð þó að viðurkenna, að mér er ómögulegt að skilja um hvað þú ert að tala
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 19:22
Hvað gerum við nú? sitjum heima eins og venjulega og látum þetta pakk ráða för?
Sigurður Haraldsson, 13.4.2010 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.