Hrognamál

Innihald greinarinnar þarf ekki að koma neinum á óvart.  Það sem hinsvegar stingur í augun við lestur hennar, er að blaðamaður virðist ekki ritfær á íslenzku.  Það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir kunni eigið móðurmál.  Ég vil biðja einhvern ritfæran einstakling á mbl.is að leiðrétta þær málfarslegu ambögur sem í greininni eru og endurbirta hana síðan.

Með góðum kveðjum frá Sádi Arabíu


mbl.is Er tilbúinn í stríð við Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaflutningur?

Hvers konar fréttaflutningur er búinn að vera í gangi?  Sífellt er klifað á því að mótmælendur hafi verið á þriðja þúsund.  Nú loksins ropar lögreglan því út úr sér, að þetta sé heildarfjöldi þeirra sem voru á Austurvelli!  Hún reyndi ekki að álykta um fjölda mótmælenda og fjölmiðlar gleyptu töluna 2.500 til 3.000 gagnrýnislaust.  Reyndar virðast fréttamenn gleypa alla skapaða hluti án gagnrýni eða hugsunar, enda þarf ekki mikla hugsun til að gleypa hluti.  Sennilega hefur þessi vitfirrti skríll sem stóð að skrílslátunum á Austurvelli verið einhverjir tugir eða í mesta lagi verið einhver hundruð fábjána.  Þessir fábjánar eru EKKI þjóðin


mbl.is Aðgreindu ekki mótmælendur frá öðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott! eða hitt þó heldur

Sérsveit hefur girt af götur vegna "gruns um að einhver sé vopnaður haglabyssu" sé í einhverri íbúð.  Greindarskert sérsveitarlögga framdi morð í Hraunbæ.  Lögreglan notar öll tækifæri til að finna afsakanir til að fá leyfi að bera vopn.  Þetta er bara enn eitt tilefnið, sem að öllum líkindum er blásið út úr öllu samhengi.  Lögreglumenn verða seint taldir til skærustu ljósanna á bænum.  Vill fólk treysta bjánum fyrir lífshættulegum vopnum?


mbl.is Grunur um byssumann í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í íslenzkum anda

Það er mjög í anda íslenzkrar greindar að hampa ómenntuðum trúði og flaðra upp um hann.  Því miður.
mbl.is Ungur maður með lífið framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áreiti?

Andri Karl.

Ertu ekki að rugla saman "áreiti" og "áreitni". Þetta tvennt er gjörólíkt.


mbl.is Hræddar vegna áreitis Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þess nú þörf?

Ekki átti ég von á forræðishyggju sem þessari hjá núverandi ríkisstjórn.  Geri ráð fyrir að þetta komi frá vinstri.  Vona það að minnsta kosti, þá verður þetta skotið í kaf.  Krakkar hafa sýnt að þau ráða mjög auðveldlega við þessar vespur.  Það er foreldranna að brýna fyrir börnum sínum rétta notkun þeirra.  Reiðhjól og skokkarar hafa velt fleirum um koll en þessar vespur.  Vissulega er mun á fjölda á vespum, hjólum og skokkurum.  Það réttlætir þó ekki ofstjórnunaráráttu að hætti vinstri manna.  Er þá ekki rétt að setja einnig aldurstakmark og krefjast prófs á hlaupaskó?
mbl.is Skellinöðrupróf þurfi á rafmagnsvespu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju framhaldsskólakennarar

Til hamingju.  Þetta var vel gert.  Nú þurfum við bara að hækka laun grunnskólakennara það mikið, að þeim takizt að kenna grunnskólanemum að lesa sér til gagns á tíu árum, sem þeim hefur ekki tekizt almennilega hingað til, örugglega vegna lágra launa.  Annars hafa þeir nemendur sem þeir skila frá sér ekkert í framhaldsskóla að gera.
mbl.is Geti leitt til 29% launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklir menn erum við, Hrólfur minn

Auðvitað veit Árni Páll vel að rödd Íslands myndi aldrei heyrast innan ESB.  Og ef svo ólíklega vildi til að enhver heyrði hana, tæki ekki nokkur maður mark á henni.´ Íslenzkir hagsmunir skipta nákvæmlega engu máli í samkundu 500 milljóna annarra.  Jafnvel  Árni Páll getur ekki verið svona fáfróður.  Það sem hann er að reyna, er halda þinginu í gíslingu og kemst greinilega upp með það, vegna meðvirkni ríkisstjórnarinnar.  Það er raunar ekki mjög áberandi að ríkisstjórnin sé við völd, því miður.  Árni Páll kaus ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Honum koma meint kosningaloforð hans einfaldlega ekkert við, fremur en öðrum sem ekki kusu þann flokk.  Þráhyggja og örvænting samfylkingar og áhangenda hennar er aumkunarverð.

Stjórnvöld eiga að hysja upp um sig buxurnar.  Það er ríkisstjórnin sem er við völd, ekki stjórnarandstaðan.  Það er búið að taka nóg tillit til sígjammandi vinstrimanna innan þins sem utan.  Stjórnarandstaðan lítur á slíka tillitssemi sem veikleikamerki stjórnarinnar og hefur þar kannski nokkuð til síns máls.  Það á að hætta að hlusta á hana, leggja tillöguna fyrir þingið sem örugglega samþykkir hana og slíta svo viðræðunum formlega.  Málið dautt og úr sögunni.

Þá er hægt að snúa sér að málum sem eru mikilvægari fyrir land og þjóð.  Af nógu er þar að taka.


mbl.is „Ég mun aldrei styðja það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennarar og nemendur

Námsframvinda og framtíðaráætlanir fjölda ungmenna eru í hættu. Kennurum er nákvæmlega sama. Þeir leika sér með framtíð metnaðarfulls námsfólks.  Hvað á að greiða kennurum í laun, sem ekki geta kennt börnum að lesa sér til gagns á tíu árum?  Stutta svarið er:  Ekkert.  Ómenntaður maður kenndi mér að lesa mér til gagns á örfáum mánuðum, sex ára gömlum. Kennarar eru á villigötum, eins og svo oft áður.
mbl.is Eldri nemendur áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldi

Þetta er ekki íþrótt.  Þetta er viðbjóður sem einungis heilalausir einstaklingar iðka.  Hlífið börnunum okkar við þessu ógeði.  Ekki hampa þessu sem "íþrótt"
mbl.is „Þetta er ekki ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband