Spilltur forseti

Viktor Janúkóvits er álíka spilltur og harđlínukommúnistinn Leonid Kústma, enda skjólstćđingur hans.  Međan Viktor Jústsjenkó og Júlía Tímóshenko vildu opna vesturglugga Úkraínu, góndi Janúkóvits stöđugt í norđur og austur.  Hann er kommúnisti, ţráđi  gamla Sovíet (kannski ţráir enn)  og var tilbúinn til ađ beita ýmsum ráđum til ađ treysta tengsl Úkraínu viđ Rússland og loka vesturglugganum.

Vísbendingar voru um, ađ í appelsínugulu byltingunni svonefndu, hafi međ hans samţykki átt ađ nota skríl frá austurhluta landsins, dulbúna sem lögreglumenn til ađ ráđast međ ofbeldi gegn friđsömum mótmćlendum á frelsistorginu í höfuđborginni Kiev (Kćnugarđi).  Hann vílađi međ öđrum orđum ekki fyrir sér, ađ stofna til borgarastyrjaldar í eigin ţágu.

Lögreglustjóri Kiev, sem naut geysilegrar virđingar međal borgarbúa hvaddi sér hljóđs á torginu eitt kvöldiđ og varađi mótmćlendur viđ hćttunni.  Sagđi hann, ađ hópur manna dulbúnir sem lögreglumenn hefđu í hyggju ađ ráđast til atlögu viđ mótmćlendur.  Hin eiginlega lögregla myndi hinsvegar aldrei ráđast á borgarana.  Hann bađ fólk ađ halda til síns heima, ţar sem ástandiđ vćri orđiđ hćttulegt, en koma ţess í stađ daginn eftir.  Tćpega 300.000 friđsamir mótmćlendur tóku orđ lögreglustjórans alvarlega og yfirgáfu torgiđ á innan viđ klukkustund.

Höfundur ţessa pistils var ţá í Kiev og varđ vitni ađ ţessum atburđi.  Eftir rćđuna hugsađi höfundur til ţess međ hryllingi, ađ skömmu áđur, á leiđ heim úr matvörubúđ, hafđi hann séđ ómerkta rútubíla í dimmum öngstrćtum ekki langt frá torginu og í kringum ţá hópa af mönnum í lögreglubúningum.

Hinn gjörspillti gamli Sovíetkommi hefur vćntanlega hugsađ sér ađ drepa Júlíu Tímósjenkó í fangelsi.  Ţađ er dóttur Júlíu og alţjóđasamfélaginu ađ ţakka, ađ honum hefur ekki tekist ţađ.


mbl.is Náđar hugsanlega dćmdan ráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 424

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband