Hvaða flugfélag?

Svona lagað gerist stundum, því miður.  Það má þó ekki gleyma því, að Iceland Express er ekki flugfélag, heldur einungis farmiðasala.  Iceland Express ber því enga ábyrgð og hefur engar þær skyldur gagnvart farþegum sem raunveruleg flugfélög hafa.  Farmiðasalan Iceland Express selur farmiða með brezku flugfélagi sem heitir Astraeus.


mbl.is Ósáttur við Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Borgþórsson

?   Flugstjóri hjá Pálma ? eða farmiðasali ?
 

Baldur Borgþórsson, 1.8.2010 kl. 15:22

2 Smámynd: Jónína Christensen

Það kemur nú fram á heimasíðum beggja flugfélaga, að um er að ræða systurfyrirtæki.

Jónína Christensen, 1.8.2010 kl. 15:34

3 identicon

Fólk virðist avo oft gleyma muninum á Icelandair og Iceland Express.

Iceland Express er lágjaldaflugfélag. Systurfyrirtæki eður ei, þá er þetta ekki sömu gæði á þjónustuni. Oft hafa Icelandair lent líka í vondum málum og þá bera þeir ábyrgð.

Sumir ættu að ferðasr með EasyJet eða Ryanair, þá væri Iceland Express flott flugfélag :p

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 15:42

4 identicon

Ef þetta er ekki flugfélag þá eru upplýsingarnar á síðunni frakar villandi. Í um fyrirtækið kaflanum á heimasíðunni stendur orðrétt:

,,Saga

9 janúar 2003 hófst formleg sala í flug með Iceland Express og fyrsta flug félagsins var 27. febrúar 2003.

Frá upphafi hefur félagið boðið upp á daglegt flug til Kaupmannahafnar og London, og í maí 2005 bættust við þrjú flug á viku til Frankfurt Hahn í Þýskalandi.

Þann 16. maí 2006 stækkaði leiðakerfi Iceland Express aftur þegar fimm nýir áfangastaðir bættust við: Alicante á Spáni, Berlín og Friedrichshafen í Þýskalandi, og Gautaborg og Stokkhólmur í Svíþjóð. Þá var einnig tekið upp beint flug frá Akureyri til Kaupmannahafnar....

fyrsta flug félagsins ? Hvaða Félags ? Get ekki séð betur en félagið sem her um ræðir er Iceland Express.... Þeir eru líka þekktir fyrir að sameina flug án þess að láta vita og reiða sig svo á Icelandair ef þeim vantar sæti.... svona til að hagræða hjá sér....

Eldur (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 16:01

5 identicon

Hvaða hag ætti flugfélagið að hafa af því að pirra farþega með upplýsingaskorti

það kemur fram hjá þessum manni að hann hafi fengið email um tafirnar hann skyldi þó ekki hafa gleymt að gefa þeim upp gsm númerið sitt?

sæmundur (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 16:31

6 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Jónína:  Já, þetta kunna að vera systurfyrirtæki, Iceland Express farmiðasala en flugrekstraraðilinn er brezka flugfélagið Astraeus.

Birgir:  Iceland Express er ekki flugfélag, hvorki lággjaldaflugfélag né annað flugfélag.  Það fyrirtæki getur því ekki veitt sömu þjónustu og flugfélagið Icelandair né borið sömu ábyrgð og það félag.

Eldur:  Iceland Express kallar sig ranglega "flugfélag".  Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að fyrirtækið sinnir veigamiklu hlutverki í samgöngum milli Íslands og umheimsins.  Án Iceland Express væru ferðamöguleikar landsmanna mun verri, sem og möguleikar annarra til að sækja okkur heim.  Hinsvegar, þar sem félagið ber ekki ábyrgð flugfélags, getur það leyft sér ýmsa hluti sem t.d. flugfélagið Icelandair getur ekki leyft sér.

Sæmundur:  Góður punktur.  Hugsanlega gaf hann ekki upp GSM númerið sitt.  Félagið gæti því haft málsbætur þar.

Kristján Þorgeir Magnússon, 1.8.2010 kl. 16:49

7 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Ég er sammála Birgi hér að ofan.  Það að ferðast með flugvélum á vegum Iceland Express er margfalt betra en að ferðast með Easy Jet eða Ryanair og á ég þar sérstaklega við við viðmót þjónustuliða um borð (allt Íslendingar).

  Iceland Express á að sjálfsögðu hrós skilið fyrir margt sem fyrirtækið gerir.  Aragrúi fólks myndi ekki hafa haft tök á að ferðast nema fyrir tilstilli þess fyrirtækis.

Það má bara ekki rugla því saman við flugfélag, né gera sömu kröfur til þess.

Kristján Þorgeir Magnússon, 1.8.2010 kl. 17:01

8 Smámynd: Nostradamus

Sem fyrrverandi viðskiptavinur Iceland Express og starfsmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ekki hægt að vera annað en sammála þessu. Iceland Express er ekki flugfélag, og ekki einu sinni lággjaldaflugfélag. Hafið þið borið saman verðin hjá þeim og Icelandair uppá síðkastið?? Munar kannski fimmþúsundkalli á miðanum ef það þá nær því. Og Express eiga það jafnvel til að vera dýrari. Varðandi þjónustuna hjá þeim er það einfalt. Hún er engin, non existent, zero. Ég veit að á svona dögum, þe þegar miklar seinkanir eru í gangi hjá þeim eins og núna og núna fyrr í sumar, eru þeir með svokallað þjónustuborð sitt í Leifsstöð ómannað. Öryggisgæslan í Leifsstöð hefur það fyrir reglu að kalla út aukavaktir þegar mikið er um seinkanir hjá Iceland Express vegna þess að fólk fær engin svör og hættir til að taka pirring sinn út á öðrum starfsmönnum. Fólk hefur jafnvel verið leitt út í járnum. Hef sjálfur setið í Leifsstöð í tíu tíma í seinkun hjá þeim án þess að sjá starfsmann eða fá svör. Fengum það hjá starfsmanni Elko hvað væri að og hversu langri seinkun mætti reikna með. Síðan hef ég ekki flogið með Iceland Express og ætla aldrei að gera það. Hef jafnvel hætt við sólarlandaferð og snúið mér annað þegar ég komst að því að Express sæi um flugið. Og á þessari skoðun sit ég ekki, segi hverjum sem heyra vill. Að bera saman Iceland Express við alvöru lággjaldaflugfélög er ósanngjarnt. Hjá Ryanair borgarðu skítaverð og færð þar af leiðandi skítaþjónustu en hjá Express borgarðu allt annað en skítaverð en færð verra en skítaþjónustu.

Nostradamus, 1.8.2010 kl. 17:15

9 Smámynd: Jónína Christensen

Hef reynslu af slæmri þjónustu Iceland Express. Hef flogið með þeim til Íslands síðustu 3 sumur. Fyrsta sumarið lentum við í seinkun (barnafjölskyldan) ca. hálfan sólarhring á Akureyrarflugvelli. Við misstum að sjálfsögðu af síðustu lest til okkar heima (búum 2 klst frá Kaupmannahöfn). En við vorum svo "heppin" að þegar við loks komumst á áfangastað, voru morgunlestirnar farnar að ganga.

Í fyrra beið farangurinn okkar á Kaupmannahafnarflugvelli í um 2 klst. í þrumuveðri og rigningu eins og hellt væri úr fötu. Þrátt fyrir að við bentum starfsmönnum flugfélagsins á þetta, var ekkert gert. Þegar við komum til Íslands þurfti að vinda úr hverri tusku, allt var rennandi í gegn, í öllum töskunum!!

Og í þetta skiptið (komum heim aðfaranótt laugardags), var seinkunin slík að við misstum af síðustu lest, og þurftum að borga DKK 2000 í taxa heim (40.000 ISK), því Iceland Express neitaði að taka ábyrgð, og skaffa gistingu.

Og ég er ekki sammála að Iceland Express sé betri en Easy Jet, eða önnur lággjaldaflugfélög, hef flogið með Easy Jet, Air Berling og fleirum, og aldrei lent í neinu sem hægt er að bera saman við vesenið hjá Iceland Express.

Jónína Christensen, 1.8.2010 kl. 17:45

10 identicon

Þeir sem hafa ferðast með báðum félögunum vita vel hvað sætabil er miklu meira hjá Icelandair en Express. Miklu þægilegri sæti og sjónvarpsskjár til eigin nota hjá Icelandair. Og gleymið svo ekki: Nær engir flugmenn Express eru íslendingar og borga því EKKI skatta á Íslandi !

Örn (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 18:14

11 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Ég hef lent í vandræðum bæði hjá Iceland Express og Icelandair.

Munurinn hefur verið sá að vandamálin eru leyst á endanum hjá Icelandair. Síðan er ekki hægt að bera saman þjónustuna um borð. Eftir sérstakt vesen komum við um borð hjá Icelandair gjörsamlega útúrtauguð, þau föttuðu það strax og gjörsamlega björguðu okkur (við vorum með tvö ung börn).

 Hjá Iceland Express höfum við komið um borð dauðuppgefin (eftir klúður hjá check-in) með sömu tvö börnin, varla yrt á okkur og kom síðan í ljós að Iceland Express var ekki með NEIN ungbarnabelti í vélum sínum. Útkoman er sú að maður á að halda á barninu í fanginu án nokkurs beltis. Ég er sjálfur fyrrverandi flugmaður og hef skoðað hvað kemur fyrir þá sem eru ekki í belti ef eitthvað kemur upp á. Þetta er nóg ástæða fyrir mig að fljúga ekki með þeim, alveg fyrir utan hvernig þeir sýna farþegum algert skeytingar- og virðingarleysi, auk allra tafa og klúðurs sem er alltaf í gangi.

Mig hefur langað að senda cabin crew Icelandair blóm þrisvar sinnum á síðustu fjórtán mánuðum (fjórða skiptið var þjónustan fín, bara ekki últra). Á tólf mánuðunum þar á undan langaði mig að öskra tvisvar á cabin crew og öryggisfulltrúa Iceland Express.

Ari Kolbeinsson, 1.8.2010 kl. 18:23

12 Smámynd: Vendetta

Birgir: Ég hef oft flogið með Ryan Air (uþb. 30 ferðir um alla Evrópu) og aldrei verið óánægður með það. Aldrei seinkun, aldrei slæm framkoma starfsfólks. Oftast hef ég keypt farmiðann á 1 € + 10 € skatt, en einstaka sinnum næsta verð fyrir ofan (19 € + 10 € skatt). Ofan á þetta hef ég greitt 2.5 € fyrir hverja ferðatösku. Fyrir svona lágt fargjald átti ég enga kröfu á þjónustu, en varð aldrei fyrir vonbrigðum. Það getur verið að þjónustan hjá Iceland Express sé orðin mjög léleg, en þá er hún mikið verri en hjá Ryan Air. Persónulega vildi ég helzt að Ryan Air færi að fljúga til Íslands, þá myndi bæði Evrópuflug Icelandairs og Iceland Express leggjast af.

Vendetta, 1.8.2010 kl. 19:13

13 Smámynd: Hvumpinn

Já Vendetta, ef evrópuflug Icelandair leggst af, þá leggst Ameríkuflugið sjálfkrafa af líka og þá er sjálfhætt.

Ryanair myndi aldrei þjóna markaðnum, aðeins eigin markmiðum.

Hvumpinn, 1.8.2010 kl. 21:35

14 identicon

Það er rétt hjá Hvumpinn að ef evrópuflugið hjá Icelandair myndi leggjast af, þá myndi ameríkuflugið líklegast gera það líka - og öfugt, þannig að við skulum fara varlega í að óska okkur einhvers. Annars langar mig bara að leiðrétta Örn um það að u.þ.b. þriðjungur flugmanna hjá Iceland Express eru íslendingar, og það hlutfall fer líklega upp í ca 50% á veturna þegar flug eru færri en á sumrin.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 22:21

15 Smámynd: Vendetta

Það er rétt hjá þér að vissu leyti. Frekar lág fargjöld Icelandairs vestur um haf, þar sem samkeppnin er hörð, eru niðurgreidd af okurflugfargjöldum Icelandairs til evrópskra borga þar sem samkeppnin er lítil sem engin (og þar sem er samkeppni sjá strámenn Icelandair um að eyða henni).

Ef Ryanair, sem fljúga aðeins innan Evrópu, flygju til Íslands væri komin samkeppni á ferðum til Evrópu og það kemur íslenzkum farþegum til góða. Hvort Icelandair hækki þá fargjöld til USA eða skeri niður þjónustu, veit ég ekki og er ekki mitt vandamál. Ég veit bara að ég flýg ekki með því félagi nema allir aðrir möguleikar eru útilokaðir. Ástæðurnar fyrir því hef ég skrifað áður í athugasemdum við aðra færslu um svipað efni. 

Vendetta, 1.8.2010 kl. 22:53

16 identicon

Sem foreldri barns sem var í hópi fjögurra barna í akkúrat þessu flugi frá Mílanó er best að muna að barnið átti að lenda á íslandi kl. 00.55 en lenti kl. 11.00. Þetta er yfir 10 tíma seinkun !

Á flugvellinum úti var enginn starfsmaður Iceland Express eða málsvari þeirra. Þau fengu ekki lögbunda máltíð eða lögbunda gistingu. Það var hægt að kaupa kók í litlum bauk á 3 evrur.

Á flugvellinum úti voru öll sæti upptekin og börnin urðu að liggja á gólfinu en máttu ekki sofna. Ef þau sofnuðu þá voru þau vakin og skömmuð. Þau urðu að halda sér vakandi. Þau fengu engar upplýsingar frá Express nema í gegnum sms frá foreldrum eða öðrum aðstandendum.

Þegar svo loksins vélin kom þá var ekki nein afsökunarbeiðni eða veitingar í boði Express á leiðinni heim, nei nú skyldi borgað.

Aðstandendur, þar á meðal ég og mín kona reyndum ítrekað að fá samband við starfsfólk Express til að vita hvað er hægt að gera fyrir börnin en enginn var á vaktinni hér heima.

Fyrirgefið en þetta er ekki hægt að kalla þjónustu, fangar fá meiri þjónustu en börnin sem voru að koma úr ferðalagi frá Ítalíu umrætt kvöld.

Árni (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 00:51

17 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hef hvorki flogið með Ryanair né Iceland Express, svo ég ætla ekki að tjá mig um það. Vil bara benda á að easyJet seinkar aldrei flugi fram á annan dag. Sé seinkunin meira en 3-4 tímar, fær fólk matarmiða. Náist ekki að fljúga sama dag er fluginu aflýst, fólk bókað í næsta flug á sama áfangastað og það sett á hótel þangað til. Sé næsta flug daginn eftir, færðu eina nótt. Sé það seinna, færðu hótelgistingu þangað til þér er komið á afangastað.

Ég væri meira en til í að sjá easyJet hefja flug til Íslands.

Villi Asgeirsson, 2.8.2010 kl. 02:52

18 Smámynd: Baldur Borgþórsson

Innleggið frá Árna sem var í þessu flugi,segir allt sem segja þarf....

Það geta alltaf komið upp bilanir og annað sem valda töfum..... það er hins vegar hvernig tekið er á þeim sem skiptir máli ! Og sú leið sem félagið fór þarna er til skammar !

Baldur Borgþórsson, 2.8.2010 kl. 09:21

19 identicon

Sem foreldri barns sem var í hópi fjögurra barna í akkúrat þessu flugi frá Mílanó er best að muna að barnið átti að lenda á íslandi kl. 00.55 en lenti kl. 11.00. Þetta er yfir 10 tíma seinkun !

Á flugvellinum úti var enginn starfsmaður Iceland Express eða málsvari þeirra. Þau fengu ekki lögbunda máltíð eða lögbunda gistingu. Það var hægt að kaupa kók í litlum bauk á 3 evrur.

Á flugvellinum úti voru öll sæti upptekin og börnin urðu að liggja á gólfinu en máttu ekki sofna. Ef þau sofnuðu þá voru þau vakin og skömmuð. Þau urðu að halda sér vakandi. Þau fengu engar upplýsingar frá Express nema í gegnum sms frá foreldrum eða öðrum aðstandendum.

Þegar svo loksins vélin kom þá var ekki nein afsökunarbeiðni eða veitingar í boði Express á leiðinni heim, nei nú skyldi borgað.

Aðstandendur, þar á meðal ég og mín kona reyndum ítrekað að fá samband við starfsfólk Express til að vita hvað er hægt að gera fyrir börnin en enginn var á vaktinni hér heima.

Fyrirgefið en þetta er ekki hægt að kalla þjónustu, fangar fá meiri þjónustu en börnin sem voru að koma úr ferðalagi frá Ítalíu umrætt kvöld.

Árni (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 10:09

20 Smámynd: Vendetta

Ég hef oft flogið með Iceland Express, bæði einn og með fjölskylduna, en ekki síðan 2006. Ég hef aldrei haft neitt út á þjónustu þessa flugfélags að setja, þvert á móti. En ef þjónustan er orðin eins léleg og hér er lýst, þá er það til háborinnar skammar. Hins vegar er erfitt að sniðganga félagið (eða ferðaskrifstofuna) þegar samkeppnin í flugsamgöngum til og frá landinu er nánast engin.

Vendetta, 2.8.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband