18.6.2015 | 13:23
Fréttaflutningur?
Hvers konar fréttaflutningur er búinn að vera í gangi? Sífellt er klifað á því að mótmælendur hafi verið á þriðja þúsund. Nú loksins ropar lögreglan því út úr sér, að þetta sé heildarfjöldi þeirra sem voru á Austurvelli! Hún reyndi ekki að álykta um fjölda mótmælenda og fjölmiðlar gleyptu töluna 2.500 til 3.000 gagnrýnislaust. Reyndar virðast fréttamenn gleypa alla skapaða hluti án gagnrýni eða hugsunar, enda þarf ekki mikla hugsun til að gleypa hluti. Sennilega hefur þessi vitfirrti skríll sem stóð að skrílslátunum á Austurvelli verið einhverjir tugir eða í mesta lagi verið einhver hundruð fábjána. Þessir fábjánar eru EKKI þjóðin
Aðgreindu ekki mótmælendur frá öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fiskaminni útvegsmoggans
Leiðari Morgunblaðsins er fróðlegur og um leið sögulegur. Þar er talað um helgispjöll mótmælenda sem séu einsdæmi.
Hér treystir málgagn útvegsmanna að lesendur fiskiblaðsins hafi fiskaminni.
Eins og finna má með léttri leit í Morgunblaðinu voru mótmæli Falun gong 17.júní 2002.
Þá voru Raddir fólksins með mótmæli og framíköll 2009 sem vakti litla athygli.
En líklegast hafa þessi mótmæli styggt forsætisráðherra sem sama dag varð uppvís að því að kunna ekki textann í baráttusöngnum -Öxar við ána-.
Hann er heldur ekki líklegur að skunda á Þingvöll.
Kristbjörn Árnason, 18.6.2015 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.