4.3.2014 | 03:29
Yanukovich
Þessi viðbjóðslegi heigull ákallar Rússa til að ráðast gegn þjóð sinni. Hversu lágt geta menn lagst? Eftir að hann flúði, hefur ríkt friður í Úkraínu. Berkut morðingjar hans horfnir. Í svipinn ríkja lög, reglur og friður í Úkraínu, undir stjórn Úkraínumanna sjálfra, ef frá er talið ofbeldi Rússa á Krímskaga. Það er engin þörf fyrir gamlan Sovíetkomma á borð við Yanokovich innan þess lands. Hann leitar til gamla Sovíets, í því skyni að hefta föðurland sitt, sem þráir frelsi. Stuðningsmenn hans er einkum að finna meðal lágstéttarfólks í austur-Úkraínu. Upplýst fólk í mið- og vestur-Úkraínu horfir til vesturs og vill tengjast vesturlöndum, þar sem það á klárlega heima.
Vill rússneskt herlið til Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vilji rússa til að nota þetta sem átyllu til hernaðaraðgerða er útþensla evrópusambandsins í aústur. Nú vilja þeir draga línu. Það voru m.a. Þingmenn evrópusambandsins og aðrir embættismenn sem mættu til Kiev til að kynda undir óeirð og vekja væntingar um sameiningu við sæluríkið í vestri.
Rétt að nefna að evrópusinnar þarna eru ekki af hogværari sortinni. Fasistaflokkur Svoboda sem gengur um með ofbeldi, nasistakveðjur og rasisma á vörum. Sérstakæega gyðingahatur.
Leiðtogi þeirra er sakamaður og meintur morðingi.
Ég hef vissan skilning á þessum varúðarráðstöfunum Pútin. Skoðaðu Úkraínu á korti í samhengi. Þetta er strategískt mál fyrir rússa. Þeir munu aldrei sleppa hendinni af þessu.
Evrópusambandið ber mikla ábyrgð á þessu ástandi.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 04:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.