Yanukovich

Þessi viðbjóðslegi heigull ákallar Rússa til að ráðast gegn þjóð sinni.  Hversu lágt geta menn lagst?  Eftir að hann flúði, hefur ríkt friður í Úkraínu.  Berkut morðingjar hans horfnir.  Í svipinn ríkja lög, reglur og friður í Úkraínu, undir stjórn Úkraínumanna sjálfra, ef frá er talið ofbeldi Rússa á Krímskaga. Það er engin þörf fyrir gamlan Sovíetkomma á borð við Yanokovich innan þess lands.  Hann leitar til gamla Sovíets, í því skyni að hefta föðurland sitt, sem þráir frelsi.  Stuðningsmenn hans er einkum að finna meðal lágstéttarfólks í austur-Úkraínu.  Upplýst fólk í mið- og vestur-Úkraínu horfir til vesturs og vill tengjast vesturlöndum, þar sem það á klárlega heima.
mbl.is Vill rússneskt herlið til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vilji rússa til að nota þetta sem átyllu til hernaðaraðgerða er útþensla evrópusambandsins í aústur. Nú vilja þeir draga línu. Það voru m.a. Þingmenn evrópusambandsins og aðrir embættismenn sem mættu til Kiev til að kynda undir óeirð og vekja væntingar um sameiningu við sæluríkið í vestri.

Rétt að nefna að evrópusinnar þarna eru ekki af hogværari sortinni. Fasistaflokkur Svoboda sem gengur um með ofbeldi, nasistakveðjur og rasisma á vörum. Sérstakæega gyðingahatur.

Leiðtogi þeirra er sakamaður og meintur morðingi.

Ég hef vissan skilning á þessum varúðarráðstöfunum Pútin. Skoðaðu Úkraínu á korti í samhengi. Þetta er strategískt mál fyrir rússa. Þeir munu aldrei sleppa hendinni af þessu.

Evrópusambandið ber mikla ábyrgð á þessu ástandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband