Gullfiskaminni

Þetta var  vitað allan tíman.  Þesvegna var lögð á það höfuðáherzla, að Íslendingar samþykktu a gera íslenzkan almenning ábyrgan fyrir kröfum Breta og Hollendinga.  Það vissu allir að kröfur um ríkisábyrgð á innlánstryggingasjóðum stóðu á brauðfótum.  Það var nákvæmlega það, sem ESB óttaðist að kæmi upp á yfirborðið, yrði dómstólaleiðin farin.  Slíkt gæti haft slæmar afleiðingar fyrir banka og stjórnvöld landa á meginlandi Evrópu.  Á þessum tíma voru  Íslendingar í áfalli, þjakaðir af varnarleysi og óskiljanlegri sektarkennd.  Þetta reyndu fyrirlitlegir hugleysingjar, ESB að meðtöldum Brezkum- og Hollenzkum stjórnvöldum að notfæra sér.

Bretar og Hollendingar ákváðu upp á sitt einsdæmi að greiða sparifjáreigendum innistæðurnar.  Síðan gerðu þeir kröfur á íslenzku þjóðina.  Þetta voru KRÖFUR.  Það var aldrei um SKULD að ræða.  Íslenzka þjóðin skuldaði þessum ríkjum ekki neitt, þótt Ríkisstjórn Íslands og RÚV klifuðu á því í sífellu að vondur íslenskur almenningur væri skuldugur við útlendinga, þar sem íslenzkur almenningur hafði klárlega stolið fé af þessum útlendingum

Veruleikinn var þó alla tíð sá, að útlendingar létu glepjast af gylliboðum íslenzks einkabanka.  Bankinn stóð ekki við sitt og sparifjáreigendur töpuðu á áhættunni, sem þeir vísvitandi tóku. Brezk og hollenzk stjórnvöld ákváðu sjálf að bæta þeim skaðann, til að hindra áhlaup á banka í þeim löndum og hugsanlegt hrun banka þar.  Íslenzka þjóðin getur ekki tekið ábyrgð á þeim ákvörðunum.

Þrátt fyrir þetta reyndi norræna velferðarstjórnin á Íslandi allt sem hún gat til að hneppa ókomnar kynslóðir Íslendinga í þrældóm í blindri þjónkun við ESB.  Íslendingar áttu, í boði Jóhönnu og Steingríms, að taka ábyrgð á meingölluðu innistæðutryggingakerfi annarra Evrópuríkja.

Þeim skötuhjúum hefur reyndar tekizt þetta á heimamarkaði. íslenzkum heimilum blæðir, meðan bankarnir hagnast sem aldrei fyrr, og þá væntanlega hinir erlendu hákarlar og vogunarsjóðir, sem norræna velferðarstjórnin gaf Arion og Íslandsbanka á silfurfati.

Skömm þeirra örmu hugleysingja sem réðust á litla vinaþjóð, reyndu að keyra hana í þrot og meira að segja flokka han með hryðjuverkasamtökum er mikil og gleymist ekki.  Skömm þeirra íslenzku hugleysingja meðal Samfylkigar og vinstrgrænn ásamt álitsgjöfum úr Háskólasamfélaginu sem voru meðvirkir er ekki síðri og má ekki heldur gleymast.


mbl.is Icesave áfall fyrir bankakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr! Heyr!

anna (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband