18.7.2012 | 18:08
Öryggi? Hvílíkur brandari.
Fyrir nokkrum dögum kom upp atvik, sem ekki er unnt að kalla neitt annað en glæpsamlega vanrækslu ISAVIA við öryggisgæzlu á Keflavíkurflugvelli. Tveir menn komust framhjá öllum "öryggisventlum" ISAVIA og komust um borð í flugvél. Það voru starfsmenn flugrekandans sem fundu mennina og ISAVIA á engan þátt í þvi að ekki fór verr. Flugrekendur treysta því, að flugvélar þeirra séu öruggar á Keflavíkurflugvelli.
Ljóst er, að ekki er unnt að treysta því að svo sé. Svo virðist, sem hver sem er geti komist með sjálfan sig og þá væntanlega sprengju um borð í flugvélar á Keflavíkurflugvelli, í boði ISAVIA. Öryggisvörðum þeirra er þó vorkun. Þeir eru uppteknir við að klæða farþega úr skónum og gegnumlýsa yfirhafnir áhafna og gera ekki annað á meðan. Mikilvægt er að hafa forgangsatriðin á hreinu.
Óþarfa eftirlit í Leifsstöð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.