16.8.2010 | 19:29
Ótrúlegt
"Hafa ekki fengið lögfræðiálitin í hendur" Heldur þessi vitgranna fyrrum þjónustustúlka að hún geti endalaust talið þjóðinni trú um að hún komi af fjöllum í öllum málum og að forsætisráðuneytinu sé ókunnugt um það sem fjallað er um í öðrum ráðuneytum þessarar óheillaríkisstjórnar. Auðvitað var Samspilltri ríkisstjórn undir forystu þjónuststúlkunnar Jóhönnu Sigurðardóttur og geðluðrunnar Steingríms J. Sigfússonar fullkunnugt um að gengistrygging væri ólögmæt. Þau geta ekki afsakað sig með því að "málið hafi ekki komið inn á þeirra borð", sbr. orð Steingríms. Það er ekki sérlega trúlegt að ráðherrar í ríkisstjórn séu ekki í daglegu talsambandi.
Krafðist skýringa frá Seðlabankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir smalandi klær já þetta er allt hið versta mál og stjórnin löngu búin að tapa öllu trausti ef hún hafði eitthvað yfir höfuð frá byrjun! Því segi ég þessi landráðastjórn á að víkja tafarlaust því ef hún gerir það ekki er voðin vís vegna yfirvofandi byltingar í landinu vegna ástandsins og aðgerðarleysis gagnvart útrásarmafíunni og vonlausu bankakerfi sem hrinur innan tíðar varið af stjórnvöldum gegn okkur almenningi í landinu!
Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 20:16
Auðvitað vissu þau öll, Jóhanna, Gylfi og Steingrímur Joð af þessum lögfræðiálitum, sem gerðu ráð fyrir því að ólöglegt væri að gengistryggja lán sem tekin voru í íslenskum krónum. Það sem þau hins vegar bjuggust aldrei við var að dómur Hæstaréttar myndi falla, sem raun varð á. Þess vegna urðu þau að vera svo hissa og láta sem atburðarásin kæmi þeim algerlega í opna skjöldu. Sannleikurinn er sá að þau máttu algerlega gera sér grein fyrir því að gengistryggingin yrði dæmd ólögleg.
Gústaf Níelsson, 16.8.2010 kl. 21:02
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. - Er ekki svolítill hroki í þessu öllu og þessu líka? - Heldur þessi vitgranna fyrrum þjónustustúlka að hún geti endalaust talið þjóðinni trú um að hún komi af fjöllum í öllum málum og að forsætisráðuneytinu sé ókunnugt um það sem fjallað er um í öðrum ráðuneytum þessarar óheillaríkisstjórnar.
Haraldur Bjarnason, 16.8.2010 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.