Er ekki allt í lagi?

Aumingja Össur virðist endanlega vera búinn að missa jarðsambandið í Europhiliu sinni.  Íslenzk stjórnvöld og eftirlitsaðilar hefðu verið alveg jafn máttlaus þó við hefðum verið í þessu ólánssambandi.  Össur hefur væntanlega ekki heyrt neitt um Grikkland og Írland.  Hann og lánlausa ríkisstjórnin eiga að taka pokann sinn.

Þessi veruleikafirrta stjórnarómynd er löngu komin úr takti við þjóðina, raunar var hún aldrei í takti við hana.  Sitji hún lengur, veldur hún aðeins óbætanlegum skaða.

Aðildarumsóknina ber að draga til baka strax.  Ég yrði ekki hissa, þó Bretar yrðu í sömu aðstöðu og við innan tíðar, þ.e. í EES en utan ESB.  Bretum líkar ekki að láta aðra segja sér fyrir verkum, fremur en sjálfstæðum, hugrökkum og ábyrgum Íslandingum.

Sjálfstæðir, hugrakkir og ábyrgir Íslendingar finnast þó ekki í Samfylkingunni.  Þar ræður hjarðhugsunin ríkjum og Samfylkingarfólk þráir það eitt að komast í skjól forsjárhyggju og kerfisforræðis.


mbl.is Össur: ESB hefði komið í veg fyrir efnahagshrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur væntalega ekki heyrt um lönd eins og Finnland, sem er með Evru og í ESB og er taið með annað sterkasta hagkerfi heiminum. Eða lönd eins og Svíþjóð, Danmörku eða Þýskaland.

Svo er ástandi betra á Írlandi en hérna og Grikkir hafa alltaf haft allt niður um sig í efnahagsmálum, innan og utan ESB með eða án Evru.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Væri nú gaman að sjá hvaðan þú hefur þetta með að Finnland sé annað sterkasta hagkerfi heims. 

Þegar ég hef heyrt talað um sterkustu hagkerfin í heiminum þá hafa Noregur, BNA, Kanada, Rússland og Kína verið nefnd í efstu sætum,  líka reyndar Japan en ég er svoldið efins með þá þótt ég sé enginn hagfræðingur.

Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2010 kl. 15:01

3 identicon

Byggi þetta á greiningu CMA DataVision og frétt af mbl.is http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/07/05/island_af_lista_yfir_ahaettusomustu_hagkerfin/

Rússland er og hefur aldrei verið með sterkt hagkerfi, svo er ég að tala um sterk hagkerfi ekki stór, þú telur upp nokkur af stærstu hagkerfum heims.

Bjöggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:05

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Já rétt hjá þér.

Ekki beint samband á milli hvað Hagkerfi eru stór og hversu sterk þau eru,  þótt það finnska er ágætlega stórt ( einhversstaðar milli 30. og 40. sæti fyrir 2010 )

Jóhannes H. Laxdal, 6.7.2010 kl. 15:21

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Írland hefði farið sömu leið og Ísland ef Írland hefði ekki verið í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.7.2010 kl. 14:45

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þú meinar að Írar hefðu verið með minna atvinnuleysi, meir slagkraft í ríkismálum og væru rísand þjóð sem ekki er bundin af 13% atvinnuleysi?  Þar er ég þér sammála

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.7.2010 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband