30.5.2010 | 11:16
20.666 örvitar
Að minnsta kosti 20.666 Reykvíkingar eru annaðhvort alvarlega greindarskertir eða fullkomlega ábyrgðarlausir. Helst kemur mér í hug a uppistaðan í fylgi trúðanna séu krakkar, nýkomnir með kosningarétt, sem skortir þroska til að skilja þá ábyrgð sem kosningaréttur leggur mönnum á herðar. Einhver hluti þessara rúmu tuttugu þúsunda er svo væntanlega töluvert undir meðalgreind.
Þessir einstaklingar virðast ekki hafa tekið eftir því, að Jón Gnarr kom undantekningarlaust fram sem fífl í öllum viðtölum. Skildi ekkert sem við hann var sagt, gat engu svarað og var bara fáfræðin uppmáluð. Hann hefur trúlega verið í trúðshlutverkinu frá því í æsku.
Sé sá greindarskortur sem komið hefur í ljós meðal Reykvíkinga smitandi, einhverskonar vírus eða baktería sem ræðst á- og veldur skemmdum á framheila og leggst á landsmenn almennt, er næsta víst að Ástþór Magnússon verður næsti forseti lýðveldisins.
Besti flokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt hjá þér!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:25
Betra er að vera vitlaus en siðlaus.
Guðmundur St Ragnarsson, 30.5.2010 kl. 11:32
Að minnsta kosti 20.006 Reykvíkingar eru annaðhvort alvarlega greindarskertir eða fullkomlega ábyrgðarlausir. Helst kemur mér í hug að uppistaðan í fylgi sjálfstæðisflokksins séu heilaþvegnir flokksdindlar, sem skortir þroska til að skilja þá ábyrgð sem kosningaréttur leggur mönnum á herðar. Einhver hluti þessara rúmu tuttugu þúsunda er svo væntanlega töluvert undir meðalgreind.
Þessir einstaklingar virðast ekki hafa tekið eftir því, að málpípur sjálfstæðisflokksins koma undantekningarlaust fram sem fífl í öllum viðtölum og á bloggsíðum. Skilja ekkert sem við þá er sagt, geta engu svarað og eru bara fordómarnir og fáfræðin uppmáluð. Þeir hafa trúlega verið í heilaþvegnir strax í æsku.
Sé sá greindarskortur sem lengi hefur verið ljós meðal sjálfstæðismanna smitandi, einhverskonar vírus eða baktería sem ræðst á- og veldur skemmdum á framheila og leggst á landsmenn almennt, er næsta víst að Ástþór Magnússon verður næsti forseti lýðveldisins.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:51
Góður Grefill, myndin af þér enn betri
Kristján Þorgeir Magnússon, 30.5.2010 kl. 11:55
Kristján, athugasemdir nr. 2 og 3 benda sterklega til þess að greinig þín sé ekki alveg út í bláinn.
Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2010 kl. 11:57
... sagði Axel Jóhann Axelsson sem sjálfur hefur verið greindur hér.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 12:29
Kristján: Þakka þér fyrir.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 12:32
Ekki veit ég hvort það sé vitlausara að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en Besta flokkinn en hitt veit ég að Besti flokkurinn á alveg skilið sinn tíma í borginni og sjá hvað hann getur.
Annað en með Sjálfstæðisdrulluna sem fólk skilur ekki að það vill breytingar,
Svo finnst mér að Gísli Marteinn ætti að drulla sér í burtu þetta ljóta gerpitrýni, fer í frí á launum til þess að vera í skóla og leika sér í edinborg, þiggur háa styrki hvað eftir annað. Siðlaus maður sem ætti að banna að vera í pólítík.
Það er bara kominn tími á að þið Sjálfstæðismenn áttið ykkur að á því að allur flokkurinn er stórvaldur að þessu hruni á þessu landi með algjörum fávitaskap og dómgreindarleysi, þið bara viljið ekki viðurkenna það því þið eruð siðlaus með öllu!
Arnar Bergur Guðjónsson, 30.5.2010 kl. 12:41
Sjáum bara hvað Besti gerir, standi hann sig ekki þá verður hann væntanlega dæmdur í næstu kosningum,
Finnst í góðu lagi að gefa öðrum tækifæri á að spreyta sig
Arnar Bergur Guðjónsson, 30.5.2010 kl. 12:44
Þú gengur út frá þeirri forsendu að kjósendur Besta flokksins hafi verið að kjósa það sama og kjósendur hinna flokkanna. Svo er ekki.
Munurinn á þeim sem kusu Besta flokkinn og svo þeim sem kusu hann ekki er fyrst og fremst sá að kjósendur Besta flokksins vissu upp á hár að þeir voru að kjósa yfir sig óvissu. Þeir sem kusu hina flokkana hafa í raun ekki nokkra hugmynd um hvað þeir voru að kjósa. Það sem er í orði er nefnilega ekki það sem er á borði!
Kristinn (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 12:48
Taktík Gnarr snerist um það að draga fram hversu mikið froðusnakkið er, sá sem segir fæst eða svarar heimskulegum og tilgangslausum spurningum út í hött er ekki endilega sá vitlausasti, þessi taktík gekk algerlega upp og froðusnakkarnir lítu kjánalegar út en nokkru sinni áður, hjakkandi í sama innihaldslausa þrefinu...enda buðu vitlausar spurningar þáttastjórneda ekki upp á vitrænar samræður frekar en endranær.
SeeingRed, 30.5.2010 kl. 14:35
Kristinn: Ég er ekki viss um að kjósendur hafi vísvitandi verið að kjósa yfir sig óvissu. Óvissa er þó í mörgum tilvikum bara holl. Fylgi Bezta flokksins er klárlega ekkert annað en óánægjufylgi. En, þetta er að sumu leyti jákvætt. Svona lagað skemmtir umheiminum og gefur honum enn eitt tilefnið til að hlæja að okkur.
SeeingRed: Ég er sammála síðustu málsgrein þinni. Þáttastjórnendur virðast almennt ekki hafa burði til að taka fólk á beinið og þjarma svolítið að því.
Kristján Þorgeir Magnússon, 30.5.2010 kl. 15:49
Umheimurinn hlær miklu frekar að þeim sem vilja kjósa yfir okkur sama bullið enn einu sinni.
Slíkt fólk er líka mun hlægilegra en það sem vill knýja fram breytta hugsun með atkvæði sínu í stað þess að láta staurblinda flokkshollustu teyma sig áfram.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 16:10
Það er nú snillin í þessu að Jón fái slíkt fylgi með því að segja bara eitthvað í kosningabaráttunni.
Þetta er viss list í þessu. Bjóða fram - og segja bara eitthvað. Og verða stærsti flokkurinn.
Hinsvegar er ekki að veg nýtt í pólitískum framboðum að segjast ætla að ,,láta verkin tala" og taka á málum þegar þau koma upp o.s.frv.
Eru menn búnir að gleyma þegar Davíð vann hérna stóra kosningasigra án þess að flytja fram einhverja stefnu í orði (fyrir utan eitthvert almennt snakk)
Svo þegar hann og sjallar héldu alltaf völdum þá Ný-frjálshyggjuvæddu þeir land og þjóð til andsk. hægt og bítandi, með þeim afleiðingum að landið rústaðist.
Vel að merkja er eg ekki að líkja Jóni og Davíð saman. Davíð byggði mikið á svona hranahúmor sem fólk einhverra hluta vegna fílaði og svona hí á þig gagnvart honum flokkunum.
Jón hinsvegar bara nánast þegir. Segir ekkert. Og ef hann neyðist til að svara, kemur, eftir nokkur hm og öh., eitthvað súrreal.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2010 kl. 16:47
Hvað um þessa 20.006 sem kusu XD? Hvað hefuru að segja um þá Kristján?
CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 17:15
HAHAhaaa... hvert á að senda VÆLUBÍLINN ?
Ég er búinn að fá trúna aftur á Íslendingum, sérstaklega Höfuðborgarbúum og auðvita sérstaklega AKUREYRINGUM, en þar er ég á kjörskrá. TIL HAMINGJU ÍSLAND fyrir að gefa Sjálfstæðismönnum "FOKK-MERkIÐ" beint í feisið á kjördag.
Dexter Morgan, 30.5.2010 kl. 18:04
CrazyGuy ... ég sagði það fyrir hann í kommenti #3.
Dexter: Góðar kveðjur til Akureyringa með bestu óskum.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:08
Fyrst koma rök um óhæfi með BA stimpli í sálfræði og svo vantar bara að höfundur komi með glerharðar röksemdarfærslur um síðustu þrjá tölustafina. Að Jón Gnarr sé sendur frá djöflinum til að koma því í bobba. Og svoleiðis rök gera alla venjulega sálfræði bitlausa og líkast stjörnispeki. Hæfnin að geta raðað saman upplýsingum út frá einföldum "signal lestri" og látið það líta út sem sannleika. Enn það var bara viðbrögð sem þeir sögðu frá. Svona glimrandi skír maður í skrift og þá er hann það líklegast í tali líka. Ég veit ekki hvað atvinnureynslu hann hefur fyrir utan það sem hann segir í kynningunni, enn ein af mínur er fiskibátar. "Skipstjórinn fékk æðiskast í brúnni og áhættan gat orðið veruleg". Það var á leiðinni út úr Ísafirði og það þarf að fara gætilega smá spotta. Enn það reddaðist snarlega, kokkurinn stýrði bátnum út á haf og í öryggið...og kokkurinn hefur aldrei stýrt skipi. Hann bara kann það samt...
Óskar Arnórsson, 30.5.2010 kl. 22:27
Sæll Kristján. Þú ert með skemmtilega pælingu en snýrð þessu því miður alveg á hvolf, bæði varðandi Besta flokkinn og Ástþór Magnússon.
Þeir sem kusu ekki Besta flokkinn í Reykjavík hljóta að vera þeir greindarskertu því þeir vissu að þeir voru að styðja við ónýta pólitík, sömu flokka og flokksmenn og horfðu upp á landið rænt öllum verðmætum á stuttum tíma og tóku jafnvel þátt í því sjálfir, vitandi eða óafvitandi. Og að sama skapi var það alvarlegur greindarskortur nærri heillar þjóðar að marg kjósa yfir sig Ólaf Ragnar sem forseta, þegar hægt var að merkja við Ástþór og sýna þannig smá vitsmuni í verki.
En það er eins og maður hefur áður sagt, það er alltaf meirihlutinn sem gerir mistökin, þess vegna hlýtur meirihluti þjóðarinnar og meirihluti Reykvíkinga að vera alvarlega greindarskertur úr því hann er alltaf að gera mistök.
Jón Pétur Líndal, 31.5.2010 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.