Hvar hefur maðurinn verið?

Hefur Skúli verið á annarri plánetu frá því fyrir hrun?  Þingmenn spilltasta stjórnmálaflokks allra tíma virðast ekke geta sagt eitt satt orð.  Ekki má gleyma því að fyrir örfáum dögum ætlaði forysta samfylkingarinnar að sópa styrkjamálum Steinunnar undir teppið á þeirri forsendu að styrkjadrottningin hefði fengið styrkina á öðru tímabili en til umfjöllunar var.  Steinunn skildi það hins vegar loksins sjálf að henni var ekki lengur til þingsetunnar boðið.

Auðvitað var hún ekki fyrst stjórnmálamanna til að taka pokann sinn eftir hrunið.  Árni Mathiesen,  Björn Bjarnason, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún gáfu ekki kkost á sér í kosningunum á eftir, heldur drógu sig í hlé.  Það jafngildir afsögn þeirra.  Þá hafa Björgvin G. Sigurðsson og Þorgerður Katrín sagt af sér þingmennsku, að vísu tímabundið.

Það er ánægjulegt að Skúli Helgason skulio vera kominn aftur til Jarðainnar.  Það er þó óþarfi að taka Steinunni Valdísi í dýrðlingatölu.  Hún hékk á þingsætinu eins og hundur á roði, þangað til hún sá það sem flestir aðrir voru búnir að sjá, það er að hún var rúin öllu trausti.

Hvernig getur svo spilltasti flokkur landsins gengið á undan með góðu fordæmi?


mbl.is Segir Steinunni marka spor í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband