Þetta er fínt

það skyldi þó aldrei fara svo að sjálft ESB, sem þráir ekkert heitar en að gleypa okkur með húð og hári ásamt og með öllum okkar auðlindum, hafi vit fyrir lánlausri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hafni umsókninni.  ESB veit sem er, komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands, kæmi ESB til með að tapa því máli.  ESB telur sambandið hagnast á inngöngu Íslands.  Að sjálfsögðu.  Þar með fær bandalagið algjör yfirráð yfir fengsælustu fiskimiðum norður-Atlantshafs sem og yfir orkuaðulindum landsins.  ESB lítur á það sem tap sambandsins, ef eitthvað það gerist, sem hindrar yfirtöku þess á auðlindum okkar, það er neikvæð úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samt leikur sambandið þann leik að hóta fáfróðum forsætisráðherra og einkennilegum utanríkisráðherra undir rós vinaslitum og útskúfun ef ekki verður fallist á að greiða Icesave reikninginn, sem við eigum að sjálfsögðu ekki að greiða.  Í fávisku sinni, úrræðaleysi og ESB-dýrkun trúa þessir einfeldningar hótunum óprúttinna embættismanna sambandsins.  Aldrei hefur það gerst áður, að stjórnvöld nokkurs lands hafi lagst á hnén frammi fyrir sambandinu og verið tilbúinn til að borga ríflega með sér til að fá skrifborðshorn í Brussel.  Þetta skynjar sambandið vel og nýtur þess í siðleysi sínu að sjá fyrrum frjálsa og stolta þjóð beygja sig í duftið.

Landinu er því miður stjórnað af gömlum, hræddum kerlingum af báðum kynjum.  Hefði þessi söfnuður verið við völd á síðustu öld, væri breski togaraflotinn enn að veiðum á Faxaflóa, Breiðafirði og á Skjálfandaflóa.

Lánlausa ríkisstjórnin virðist ekkert skilja og engin úrræði hafa.  Hún lagði allt sitt traust á að geta hlaupið í örugga höfn Evrópusambandsins.  Það ver vegna þaess, að frá fyrsta degi var hún fullkomlega úrræðalaus.

Umsókn Íslands í ESB ber að draga til baka án tafar.  Íslenska þjóðin sótti aldrei um slík vistarbönd.

 


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband