1.5.2010 | 15:26
Lýðskrum
Ósköp er þetta nú aumkunnarvert lýðskrum kommúnista. Er kerlingaherfunni ekki kunnugt um eignarrétt? Og einnig það, að eignarrétturinn er bundinn í stjornarskrá lýðveldisins? Eins tíðkast það í flestum lyðræðisríkjum, að menn teljast saklausir uns sekt er sönnuð.
Þetta er þó dæmigert viðhorf þeirra sem teljast vinstrisinnaðir. Eina aðferðin sem það fólk kann til að afla tekna, er að seilast í vasa þeirra sem þegar hafa aflað þeirra. Þetta er gert með skattheimtu og sumsstaðar eignaupptöku.
Styðja upptöku eigna auðmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flokkast þýfi sem eign þess sem stelur ?
Finnur Bárðarson, 1.5.2010 kl. 15:45
Heill og sæll; Kristján Þorgeir, sem og aðrir - hér; á síðu hans !
Finnur !
Góður punktur hjá þér; fornvinur góður.
Kristján Þorgeir !
Fremur; telst ég vera, yst á hægri brúninni, í stjórnmálalegum skilningi, en teljast menn ekki alveg eins sekir, unz sýkna er sönnuð, ágæti drengur ?
Reyndu ekki; að verja þessa drullusokka, sem mættu okkur öllum að meina lausu, svamla um í ormagryfjum, allt til efsta dags - þér; að segja.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 15:56
"seilast í vasa þeirra sem þegar hafa aflað þeirra"
Þeir öfluðu sér ekki þessum pening þeir stálu honum. Til dæmis úr bönkum og lífeyrissjóðum. Og borga ekki lánin sín til baka heldur.
Óli (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:05
Til dæmis úr bönkum og lífeyrissjóðum,segirðu.Voru það ekki lífeyrissjóðirnir sem réttu þeim þessa peninga?Okkar peninga?Hvar eru stjórnarmenn þessara lífeyrissjóða ? Fengu þeir að taka pokann sinn ?Nei aldeilis ekki.
josef smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:33
Hárrrétt hjá þer karlinn. Þú er snillingur!
Það er alveg hægt að vinna 10.000, sinnum hardar og betur og skilvirkara en meðalíslendingurinn.
Því meðal íslendingurinn er jú heimsþekktur fyrir leti sína og ódugnað. Þeir sem vinna fyrir peníngunum sínum sveittir alla daga og alla nætur við skrifborð sín og síma í höllum, skútum og einkaflugvélum og sólarströndum og og... þeir vinna af svo miklum dugnaði. Það er bara þjóðfélaginu að kenna ef það var ekki að fylgjast með. Engin betri lexía en að leifa fólki bara að vinna svon hart og kröftuglega eins og víkingarnir forðum.
Skiptir engu þó að alvöru fjármag og á endanum alvöru fjármagn er tengt alvöru sveittri og blóðugri vinnu. Svona virka bara fjármálakerfin. Suck it!
Jonsi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:57
Ef einhver er grunaður um þjófnað er meint þýfi gert upptækt uns annað kemur í ljós. Í rannsóknarskýrslunni eru nægilegar margar vísbendingar um að margir af svonefndum útrásarvíkingum hafi hagnast með ólögmætum hætti. Það ætti að vera næg ástæða til að kyrrsetja eignir þeirra þ.e.a.s. þær eignir sem ekki er búið að koma undan.
Hinsvegar virðist ekki vera að mútuþingmönnum verði gert að víkja. Þeir voru eins og dauðadrukknir foreldrar á meðan partíið stóð. Það er okkar brýnasta mál og ég er hneykslaður yfir því að ekki sé löngu búið að draga þetta spillingarpakk út úr þinghúsinu. Þá undanskil ég engann.
Guðmundur Smári (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 17:14
Sæll Kristján,
Takk fyrir athyglisvert comment um lýðskruminn, þetta fékk mig til að hugsa mikið
og ég er farinn að hafa verulegar áhyggjur í kjölfarið.
Þá vildi ég endilega vita fyrir hvaða flugfélagi þú flýgur?
Takk,
Björn Ólafsson.
Björn Ólafsson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 18:04
Það þarf bara að taka eigur stjórnarmeðlima lífeyrissjóðanna og fjölskyldna þeirra. Það sama þarf að gerast fyrir flesta stjórnmálamenn landsins, svo og bankastjóranna, og eigur þeirra þyrfti líklega að gera upptækar 2-3 fjölskylduliði aftur. Síðan þarf að fleygja meirihlutanum af spillingarpakkinu inn á Litla Hraun. Eða jafnvel að svipta þá ríkisborgararétti?
Kannski er þetta full hart í árina tekið, en eitthvað þarf að gera.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 18:05
En já ef maður á að vera raunsær, þá er ég er sammála. Þetta verður aðeins gert með skattheimtu. En kannski er það bara lausnin, þar sem þeir sem stálu mestu í kreppunni, eiga líklega mest?
Bjarni (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 18:08
Við þurfum að svelta, fremja sjálfsmorð, flýja land og lifa í fátækt til að sumir skilji að það var öllu stolið af okkur löglega eða hitt þó heldur Nú er ég ekki bara reiður heldur að verða brjálaður á aðgerðarleysinu í ráðamönnum og dómskerfi þjóðarinnar gagnvart þjófahyskinu.
Ef þú stelur fyrir 7000 kr eða meira þá ertu dæmdur en steldu hundurð milljóna og þú sleppur
Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 21:44
Kærar þakkir fyrir athyglisverðar athugasemdir. Ekki má skilja orð mín svo, að ég vilji taka mjúklega á þeim sem hafa framið glæpi gagnvart þjóðinni. Þegar ég held því fram að menn séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð, á ég við þá hefð sem almennt gildir í lýðræðislegum réttarríkjum.
Umræðan hér á landi snýst því miður oft um nornaveiðar og einhverskonar dýrkun "dómstóls götunnar". Lægra getum við ekki komist. Það þarf að draga þá til ábyrgðar, sem sannanlega ollu því tjóni sem þjóðin hefur orðið fyrir. Ég óttast hinsvegar að það verði ekki gert. Lítilsigld verkfæri verða efalaust hengd, en hinir raunverulegu sökudólgar sleppa. Hér á ég við þá sem geta í krafti fjármagns varið milljörðum í málsvarnarlaun og ráðið til sín stjörnulögmenn og att þeim gegn illa launuðum, löglærðum saksóknurum sem eru ríkisstarfsmenn vegna þess að enginn lögmannsstofa vildi líta við þeim.
Ég fer þó ekki ofan af þeirri skoðun minni, að eina aðferðin sem vinstristjórnir kunna til fjáröflunar, er að seilast í vasa þeirra sem vinna. Hugmyndafátækt kommúnista virðist algjör
Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 23:40
Humm......(Klórar sér í .....um) Hverjir eru hinir raunverulegu sökudólgar og hvaða lítilsigldu verkfæri eiga það á hættu að verða hengd?
William Black sem kom mörg þúsund bankamönnum í grjótið, hikar ekki við að kalla stjórnendur íslensku bankana glæpamenn á opinberum vetfangi. Eva litla, sem kom mörgum frönskum "þjóðfélags-stólpanum" í ævilangt fangelsi, gerði slíkt hið sama.
12 til 16 þúsund milljarðar!! Menn hafa nú lent í gæslu fyrir minna.
Mennirnir sem notuðu fyrirtæki sín til að ræna sparifé almennings, sveitarfélög, góðgerðarstofnanir og alskonar sjóði aðra, nánast um víða veröld, eru sekari en sá svarti sjálfur. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa og telst því sannað mál.
Hefði þetta lið verið sett strax í grjótið við hrun væru flest kurl þessa máls komin eða á leiðinni til grafar.
Ef fleiri eru, raunverulega sekir, aðrir en bankastjórnendur, þá eru það þeir sem greiddu þeim leið. vísuðu á og mokuðu þessa svikaslóð.
Í þínum sporum færi ég varlega í að lýsa mig frjálshyggjumann og Sjalla. Þú gætir talist samsekur og orðið peðið fyrir austan.
Dingli, 10.5.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.