20.4.2010 | 18:44
Hættið nú þesu væli
Það er kyndugt að hlusta á ferðamálafrömuði og ráðamenn, sem ýmist þjóta fram á ritvöllinn eða láta taka við sig viðtöl. Ekki má fyrir nokkurn mun ýja að því að gosið í Eyjafjallajökli geti dregist á langinn, eða valdið skaða. Svo má að sjálfsögðu ekki minnast á að Katla geti gosið, með allri þeirri óáran sem slíku gati fylgt.
Hvað er þetta fólk að hugsa? Er gullfiskaminnið algjört. Man fólk virkilega ekki, að túrismi á Íslandi tó hressilegan kipp í Surtseyjargosinu og aftur svo um munað í Heimaeyjargosinu og í kjölfar þess? Lítil flugfélög spruttu upp eins og gorkúlur og fluttu ferðamenn á þessar slóðir í nokkur ár!
Ferðamálafrömuðir or ráðmenn: Hættið nú að grenja, standið í lappirnar (nokkuð sem Íslendingar virðast því miður ekki kunna lengur) og markaðssetjið náttúruhamfarirnar, eins og við höfum margoft gert áður. Svona fyrirbæri fæla ferðamenn ekki frá, þvert á móti laða þau þá að. Þetta er eitt af mörgu sem gerir Ísland sérstakt og spennandi. Höldum þessu á lofti, auglýsum þetta. Okkur veitir ekki af.
Forseti vor heldur uppi PR-starfinu. Eins gott. Ekki gera luðrurnar í ríkisstjórnarómyndinni það
Óþarft að skapa óróa og hræðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr, einnig á ekki alltaf að hugsa "munum við græða eða tapa á þessu". Þetta var einfaldlega ábyrgð sem ÓRG hafði gagnvart umheiminum að fræða þau um mögulega hættu sem við vitum vel að sé líkleg. Seinast þegar katla gaus þá lækkaði meðalhiti norðurhvels og uppskerur víðsvegar um heiminn brugðust .. það gæti skapað fáránleg vandamál og algjörlega lykilmál að önnur lönd undirbúi sig fyrir þau hamför.
Jón, 21.4.2010 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.