Umboðslaus Steingrímur

Seint ætlar Steingrímur að skilja, að hann hefur ekki samningsumboð til að skuldbinda þjóðina til eins eða neins.  Séu ummæli Bloombergs rétt, er hér um að ræða grafalvarlegt mál.  Umboðslaus fjármálaráðherra með jarðfræðipróf og enga þekkingu á fjármálum, fremur en dýralæknir, fer þá eina ferðina enn á bak við þjóðina.  Það að Steingrímur ljúgi að þjóðinni í sífellu er orðið norm.  Enginn býst lengur við að eitt einasta satt orð komi uppúr honum.

Auk umboðsleysis hefur Steingrímur ekki þekkingarlegar- né vitrænar forsendur til að standa í samningum við aðrar þjóðir.  Hann og þessi ríkisstjórnarómynd hafa ítrekað haft í frammi tilburði sem ekki er hægt að kalla neitt annað en landráð. 

Hversu langt skyldi vera í að landsmenn missi endanlega þolinmæðina og reisi fallöxi á Austurvelli?


mbl.is Segja Ísland ætla að greiða með vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú ert þú eitthvað að misskilja. Auðvitað hefur ríkisstjórn umboð til að semja um þetta mál. Það hefur verið samþykkt af Alþingi að um þetta skuli semja, svo fær Alþingi samninginn til samþykktar.

Lestu svo skýrslu RNA, 6. bindi, 18. kaflann, fyrstu 65 síðurnar, og líka 5. bindið, ef þú ert einn af þeim sem heldur að íslensk stjórnvöld (og þar með íslesnkir kjósendur/skattborgarar) geti bara fríað sig allri ábyrgð á Icesave.

Skeggi Skaftason, 16.4.2010 kl. 23:10

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Umboð ríkisstjórnarinnar er de facto umboð, ekki raunverulegt.  Enda virðast Bretar ekki líta svo á, að umboðið sé raunverulegt.  Þess vegna vilja þeir ekkert við stjórnarómyndina tala.  Skýrsla RNA er ekki heilög ritning.  Íslenskur almenningur ber ekki ábyrgð á skuldum óreiðumanna fremur en á afleiðingum eldgossins í Eyjafjallajökli á efnahag Evrópskra flugfélaga.

Fjölmargir Íslendingar virðast vera illa þjakaðir af sjálfsvorkunn og sjálfsásökun.  Geta ekki með nokkru móti staðið í lappirnar gegn ruddalegu fyrrum nýlenduveldi.  Vonandi ert þú ekki í þeim hópi.

Kristján Þorgeir Magnússon, 17.4.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband