13.4.2010 | 15:35
Ábyrgð
Að sjálfsögðu axlar Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð. Stjórnmálamenn í röðum flokksins geta,- og hafa gert mistök. Menn viðurkenna þau, læra af þeim og horfa síðan fram á veginn. Slíkt er góð latína. Það er ekki gáfulegt að aka fram á við meðan horft er út um afturgluggann. Styrkur flokksins birtist einmitt í því að menn telja sig ekki óskeikula og geta því viðurkennt mistök.
Hjá Samfylkingunni, kosningabandalaginu sem kallar sig stjórnmálaflokk, er þessu á annan veg farið. Ekkert er Samfylkingunni að kenna. Enda hefur hún ekki þann innri styrk og sjálfstraust sem nauðsynlegt er, til að menn geti viðurkennt mistök. Henni virðist algjörlega fyrirmunað að muna, að hún stóð vaktina með Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda hrunsins. Hún var líka búin að klappa hressilega fyrir útrásavíkingunum. En, Þetta er að sjálfsögðu öllum öðrum að kenna en Samfylkingunni.
Sjálfstæðisflokkur víkur ekki frá ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kristján Þorgeir Magnússon
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.