Færsluflokkur: Bloggar

Yanukovich

Þessi viðbjóðslegi heigull ákallar Rússa til að ráðast gegn þjóð sinni.  Hversu lágt geta menn lagst?  Eftir að hann flúði, hefur ríkt friður í Úkraínu.  Berkut morðingjar hans horfnir.  Í svipinn ríkja lög, reglur og friður í Úkraínu, undir stjórn Úkraínumanna sjálfra, ef frá er talið ofbeldi Rússa á Krímskaga. Það er engin þörf fyrir gamlan Sovíetkomma á borð við Yanokovich innan þess lands.  Hann leitar til gamla Sovíets, í því skyni að hefta föðurland sitt, sem þráir frelsi.  Stuðningsmenn hans er einkum að finna meðal lágstéttarfólks í austur-Úkraínu.  Upplýst fólk í mið- og vestur-Úkraínu horfir til vesturs og vill tengjast vesturlöndum, þar sem það á klárlega heima.
mbl.is Vill rússneskt herlið til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingarþingsflokksformaður Sjálfstæðisflokksins

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, farðu heim til þín í samfylkinguna.  Í Sjálfstæðisflokknum átt þú ekki heima
mbl.is Samþykkir ekki tillöguna óbreytta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáfróður framkvæmdastjóri,

eða eitthvað þaðan af verra.  Það er ekki um neinar "aðildarsamningaviðræður" að ræða.  Einungis einhliða aðlögun umsóknarríkis að regluverki ESB. ENGAR undanþágur, AÐEINS aðlögun. "Samningurinn" felur einungis í sér innleiðingu rúmlega 100.000 blaðsíðna reglufargans ESB.  Það þarf ekki að skoða í pakkann með viðræðum.  Menn geta séð hvað í pakkanum er, með því að lesa 100.000 blaðsíðurnar.  Að sjálfsögðu nennir því engin.  Það er bara nokkuð ljóst, að 320.000 manna samfélag þarf ekkert á 100.000 blaðsíðna reglufargani að halda, ofan á það að glata fullveldi sínu.
mbl.is Ljúka hefði átt aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði þeim að góðu

Ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga koma okkur einfaldlega ekkert við. Punktur.
mbl.is Krefjast 556 milljarða vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var fyrirséð

Það var öllum skynsömum Garðbæingum ljóst, að við sameiningu við Álftanes yrði Garðbæingum gert að greiða niður skuldir óreiðumanna.  Því miður laut skynsemin í lægra haldi og sameining við Álftanes var samþykkt í atkvæðagreiðslu.  Við Garðbæingar munum gjalda þess í hækkuðu útsvari um ókomin ár.
mbl.is Íþyngjandi sameining fyrir Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvarkárni biskups

Það er miður, að biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir skuli taka þátt í samkpomu með Franklin Graham.  Óháð viðhorfum hans til samkynhneigðra, er Franklin Graham lýðskrumari og loddari, rétt eins og faðir hans. 

Ég minnist veru hans í bláfátæku Afríkuríki, Líberíu, fyrir örfáum árum.  Þar var ég staddur vegna vinnu minnar, á dýrasta hóteli Monróviu, höfuðborgar Líberíu.

Hann var á sama hóteli, að sjálfsögðu umkringdur lífvörðum allan sólarhringinn.  Til Monróvíu hafði hann komið frá Bandaríkjunum á rándýrri einkaþotu sinni (slíkar þotur eru oft nefndar forstjóraþotur), til að breiða út fagnaðarerindið, en þo aðallega til að betla fé af bláfátækri, auðtrúa afrískri alþýðu.  Sennilega til að eiga fyrir eldsneyti á einkaþotuna auk annars munaðar.  Menn eins og hann hagnast yfirleitt á því að lofa lítt upplýstu, auðtrúa fólki eilífri vist í himnaríki.

Það er biskupi Íslands til persónulegrar minnkunar að mynda einhver tengsl við þennan loddara.


mbl.is Biskup ávarpar Hátíð vonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Potassium?

Þegar þetta blogg er ritað, stendur í greininni að bananar innihaldi mikið af potassium.  Á íslenzku heitir þetta frumefni Kalíum, eins og á latínu.  Potassium er enska.
mbl.is Sex fæðutegundir sem gefa aukna orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er skýrslan?

Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn vann að greinargerð fyrir Ríkislögreglustjóra, varðandi hegðun og framgang ákveðinna vinstrigrænna þingmanna í óeirðunum á Austurvelli sem kennd eru við búsáhöld.  Haldið var fram, að þesssir þingmenn hefðu aðstoðað oeirðaseggina, til að mynda upplýst þá um hvernig þeir gætu brotið sér leið inn í þinghúsið.

Þegar minnst var á að skýrsla þessi væri í burðarliðnum, voru panik-viðbrögð Álfheiðar Ingadóttur og Steingríms J. athyglisverð.  Þau sóru alla slíka þátttöku af sér, þó var ekki búið að nefna þau formlega á nafn.  Þau urðu verulega hrædd.  Ekki skrítið.  Það að hvetja óðan skríl til árása á Alþingi Íslands er vægast sagt alvarlegur glæpur þeirra þingmanna sem í hlut eiga.

Væntanlega verður efni þessarar skýrslu birt, þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum.  Sé um að ræða vísbendingar um glæpsamlegt athæfi, verður það að sjálfsögðu rannsakað frekar.  Sé tilefni til, verða viðkomandi þingmenn að sjálfsögðu dregnir til ábyrgðar fyrir dómstólum.

Það er engum til góðs að glæpsamælegt athæfi verði þaggað niður.


mbl.is „Farðu bara lífvarðatitturinn þinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki í lagi

Dönsk og norsk varðskip hafa verið velkomin í Reykjavíkurhöfn í marga áratugi.  Eitt sinn fyrir fáum árum lagði dönsk þyrla frá dönsku varðskipi í Reykjavíkurhöfn upp í björgunarleiðangur við mjög erfið skilyrði í niðamyrkri og bjargaði fólki upp úr sprungu í Hofsjökli, þegar engin íslenzk þyrla var tiltæk.

Hvað er eiginlega að þessu trúðagengi (sumir þeirra gangast við að vera trúðar, en ekki allir) sem Reykvíkingar kusu yfir sig?  Meira að segja trúðar ættu að kunna mannasiði.  Kannski er það þó til of mikils mælst.  Þeir væru sennilega ekki trúðar nema vegna lágs greindarstigs.


mbl.is Vilja ekki erlend varðskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband