Þetta var fyrirséð

Það var öllum skynsömum Garðbæingum ljóst, að við sameiningu við Álftanes yrði Garðbæingum gert að greiða niður skuldir óreiðumanna.  Því miður laut skynsemin í lægra haldi og sameining við Álftanes var samþykkt í atkvæðagreiðslu.  Við Garðbæingar munum gjalda þess í hækkuðu útsvari um ókomin ár.
mbl.is Íþyngjandi sameining fyrir Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Það verður athyglisvert og kannski tímabært hvort að Sjálfstæðisflokkurinn missi ekki meirihlutann næsta vor í Garðabæ, a.m.k. hefðu þeir gott af að þurfa að vinna með einhverjum.

Hvumpinn garðbæingur...

Hvumpinn, 4.11.2013 kl. 21:04

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hverjir voru „óreiðumennirnir“?

Það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ákváðu á sínum tíma að einkavæða sem mest, fara í rándýrar framkvæmdir m.a. vegna sundlaugar og gatnagerð. En tekjustofnar sveitarfélagsins voru ekki þannig að þeir gátu staðið undir þessum ósköpum. Sveitarfélagið hafði engar tekjur af lóðssölu en þær tekjur runnu í vasa þeirra sem áttu lóðirnar.

Nú blasir sama við Garðabæ: vegalagningin um Garðahraun/Gálgahraun er á landi Garðabæjar og Garðabær fær engar tekjur af sölu lóða. Þær renna til fjölskyldu Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans.

Kannski að Sjálfstæðisflokkurinn mætti segja sama og séra Sigvaldi í lok leikritsins „Maður og kona“: „Ætli sé ekki kominn að biðja guð um að hjálpa sér“.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 21:25

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Hvumpinn: Góð pæling.

Guðjón Sigþþór: Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara, en óráðsía Álftnesinga var með ólíkindum.  Ekki láta blint hatur þitt á Sjálfstæðismönum rugla veruleikaskyn þitt og gera þig ómarktækan

Kristján Þorgeir Magnússon, 4.11.2013 kl. 22:00

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú þarftu Kristján að spóla til baka og skoða betur aðdragandann að öllu þessu. Er það hatur að benda á vísvitandi mistök og afglapahátt?

Mér finnst betra að hafa það sem rétt er en ekki einhverja útúrsnúninga. Hverjir högnuðust á framkvæmdunum sem leiddu til vandræðanna? Geturðu svarað því?

Með því að fletta heimildum og skoða söguna betur má lesa sig heilmikið til. Menn ættu að forðast að kveða upp dóma án þess að kynna sér staðreyndir!

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 22:10

5 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Guðjón Sigþór.  Mér er sama hvar í flokki menn stóðu.  Hvort sem það var vegna Sjálfstæðismanna, Samfylkingar eða Gálgahraunsálfa.  Niðurstaðan er sú, að Garðbæingar þurfa að taka á sig skuldir óreiðumanna.  Ég sé ekki í fljótu bragði ástæðu fyrir þessari viðkvæmni þinni

Kristján Þorgeir Magnússon, 4.11.2013 kl. 22:26

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ertu með fordóma gagnvart Hraunvinum Kristján? Mér finnst þú taka nokkuð djúpt í árina að tala niður til fólks sem þú telur kannski ekki hafa þau sjálfsögðu mannréttindi að hafa aðrar skoðanir á málinu en þú.

Eg leyfi mér að benda á hversu einkennileg afstaða þín sé gagnvart þessum meintu „óreiðumönnum“ þínum. Hverjir eru þeir? Eru það þeir sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum? Eru það þeir sem hafa freistast af græðginni og vilja skilja sveitarfélögin eftir með skyldurnar en hirða sjálfir tekjurnar?

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2013 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristján Þorgeir Magnússon

Höfundur

Kristján Þorgeir Magnússon
Kristján Þorgeir Magnússon
Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband